Athafnamaður úthrópaður sonur Satans 31. mars 2011 16:09 Sturla Sighvatsson hefur mikinn áhuga á að fá til landsins erlent fjármagn „Ég er bara aumur frumkvöðull sem er að reyna að sækja erlent fjármagn til fjárfestinga á Íslandi," segir Sturla Sighvatsson, framkvæmdastjóri Northern Lights Energy. Hann segist vera orðinn úthrópaður sem sonur Satans í bloggheimum eftir að hann kom fram í Kastljósi í gær og mælti fyrir hópi fjárfesta sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt gegn því að fjárfesta hér í miklum mæli, meðal annars í endurnýtanlegri orku. Sturla var gestur þeirra Þorkels Mána Péturssonar og Frosta Logasonar í þættinum Harmageddon á X-inu nú síðdegis. Þar sagði Sturla að íslenskir athafnamenn hafi að fyrra bragði leitað til lögmannsins David S. Lesperance sem síðan hafi komið saman tíu manna hópi fjarfesta sem eru áhugasamir um að fjárfesta á Íslandi. Umræða um þessa erlendu fjárfesta hefur verið á mjög neikvæðum nótum í dag og margir eru afar tortryggnir. Þá hefur Sturla einnig verið gagnrýndur fyrir að tala máli þessa fólks. Á Harmageddon sagðist hann ekki þekkja fjárfestana persónulega en hann hefði vissulega hitt marga þeirra þegar þeir hafa heimsótt landið. Hann segir ekki taka því að hafa áhyggjur af eigin orðspori í þessu sambandi því þegar sé búið að taka hann af lífi. „Það er nú þegar búið að hengja mig í bloggheimum. Ég er klárlega mjög vondur maður fyrir það að laða fólk og fjármagn til Íslands. Ég er úthrópaður sonur Satans á hinum ýmsu síðum," segir Sturla sem virðist ekki taka þessar upphrópanir mjög nærri sér, enda eigi þær ekki við nein rök að styðjast. „Ég vil ekki frekar en nokkur annar að það komi hingað til landsins einhverjir glæpasnúðar," segir hann og telur sig hafa aflað sér það mikilla upplýsinga um fjárfestana að hann geti staðhæft að þarna séu ekki glæpamenn á ferð. Harmageddon má hlusta á í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira
„Ég er bara aumur frumkvöðull sem er að reyna að sækja erlent fjármagn til fjárfestinga á Íslandi," segir Sturla Sighvatsson, framkvæmdastjóri Northern Lights Energy. Hann segist vera orðinn úthrópaður sem sonur Satans í bloggheimum eftir að hann kom fram í Kastljósi í gær og mælti fyrir hópi fjárfesta sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt gegn því að fjárfesta hér í miklum mæli, meðal annars í endurnýtanlegri orku. Sturla var gestur þeirra Þorkels Mána Péturssonar og Frosta Logasonar í þættinum Harmageddon á X-inu nú síðdegis. Þar sagði Sturla að íslenskir athafnamenn hafi að fyrra bragði leitað til lögmannsins David S. Lesperance sem síðan hafi komið saman tíu manna hópi fjarfesta sem eru áhugasamir um að fjárfesta á Íslandi. Umræða um þessa erlendu fjárfesta hefur verið á mjög neikvæðum nótum í dag og margir eru afar tortryggnir. Þá hefur Sturla einnig verið gagnrýndur fyrir að tala máli þessa fólks. Á Harmageddon sagðist hann ekki þekkja fjárfestana persónulega en hann hefði vissulega hitt marga þeirra þegar þeir hafa heimsótt landið. Hann segir ekki taka því að hafa áhyggjur af eigin orðspori í þessu sambandi því þegar sé búið að taka hann af lífi. „Það er nú þegar búið að hengja mig í bloggheimum. Ég er klárlega mjög vondur maður fyrir það að laða fólk og fjármagn til Íslands. Ég er úthrópaður sonur Satans á hinum ýmsu síðum," segir Sturla sem virðist ekki taka þessar upphrópanir mjög nærri sér, enda eigi þær ekki við nein rök að styðjast. „Ég vil ekki frekar en nokkur annar að það komi hingað til landsins einhverjir glæpasnúðar," segir hann og telur sig hafa aflað sér það mikilla upplýsinga um fjárfestana að hann geti staðhæft að þarna séu ekki glæpamenn á ferð. Harmageddon má hlusta á í heild sinni með því að smella á tengilinn hér að ofan.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Sjá meira