Lögreglan á Akranesi framkvæmdi í dag húsleit að fengnum úrskurði héraðsdóms vesturlands.
Grunur lék á að húsráðandi stæði að sölu fíkniefna. Við leitina fundust um það bil 27 grömm af amfetamíni og 2 - 3 grömm af kannabisefnum. Húsráðandi var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Viðurkenndi hann að eiga efnin en neitaði að tjá sig um ætlaða sölu.
Lögreglan á Akranesi hefur haldlagt á á annað hundrað grömm af amfetamíni það sem af er árinu og liðlega kíló af kannabislaufi.
Lögðu hald á amfetamín og kannabis á Akranesi
