Ætla að flýta vegaframkvæmdum og skapa ný störf 31. mars 2011 18:38 Ríkisstjórnin ætlar að flýta vegaframkvæmdum til að skapa ný störf og er markmiðið að ná atvinnuleysinu niður í fimm prósent. Þá á að auka opinberar framkvæmdir um fimmtíu prósent, en það er meðal tillagna til að höggva á hnút kjaraviðræðna. Engar beinar lækkanir verða á tekjuskatti fyrirtækja eða einstaklinga. Forystumenn aðila vinnumarkaðarins funduðu með ríkisstjórninni í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan eitt í dag en á fundinum tilkynnti ríkisstjórnin tillögur sínar til þess að höggva á hnútinn í kjaraviðræðum. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, var meðal þeirra sem sátu fundinn. Spurð um veru framkvæmdastjórans svaraði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: „Þeir voru ekkert sérstaklega boðaðir hingað, þannig það kemur mér á óvart að þeir séu hér." Forsætisráðherra sagði eftir fundinn að aðilar hefðu færst nær samkomulagi og sagðist vongóð. En hvaða verkefni ætlar ríkisstjórnin að ráðast í til að skapa störf? „Við getum ekki farið út í einstök atriði í þessu. Það er hugsanlega 50 prósent aukning á opinberum framkvæmdum og það skiptir verulegu máli," sagði Jóhanna. Um er að ræða ýmsar vegaframkvæmdir eins og vegaúrbætur á Vesturlands- og Suðurlandsvegi og fleira. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir skattalækkun fyrir fyrirtæki sem eðlilega myndi veita vinnuveitendum svigrúm til launahækkana. En er það á dagskrá? „Við erum að vinna með þeim, bæði Samtökum atvinnulífsins og verslunarráði varðandi tæknileg atriði og það er listi upp á fimm sex ariði sem við viljum leiða til lykta með þeim," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Listinn er vinnuskjal sem ekki hefur verið gert opinbert en eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki um beinar lækkanir á tekjuskatti að ræða, en rætt hefur verið um lækkun tryggingagjalds á fyrirtæki. Að sögn fjármálaráðherra var aðkoma Landsvirkjunar að Helguvík ekki rædd á fundinum í dag. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Ríkisstjórnin ætlar að flýta vegaframkvæmdum til að skapa ný störf og er markmiðið að ná atvinnuleysinu niður í fimm prósent. Þá á að auka opinberar framkvæmdir um fimmtíu prósent, en það er meðal tillagna til að höggva á hnút kjaraviðræðna. Engar beinar lækkanir verða á tekjuskatti fyrirtækja eða einstaklinga. Forystumenn aðila vinnumarkaðarins funduðu með ríkisstjórninni í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan eitt í dag en á fundinum tilkynnti ríkisstjórnin tillögur sínar til þess að höggva á hnútinn í kjaraviðræðum. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, var meðal þeirra sem sátu fundinn. Spurð um veru framkvæmdastjórans svaraði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra: „Þeir voru ekkert sérstaklega boðaðir hingað, þannig það kemur mér á óvart að þeir séu hér." Forsætisráðherra sagði eftir fundinn að aðilar hefðu færst nær samkomulagi og sagðist vongóð. En hvaða verkefni ætlar ríkisstjórnin að ráðast í til að skapa störf? „Við getum ekki farið út í einstök atriði í þessu. Það er hugsanlega 50 prósent aukning á opinberum framkvæmdum og það skiptir verulegu máli," sagði Jóhanna. Um er að ræða ýmsar vegaframkvæmdir eins og vegaúrbætur á Vesturlands- og Suðurlandsvegi og fleira. Samtök atvinnulífsins hafa kallað eftir skattalækkun fyrir fyrirtæki sem eðlilega myndi veita vinnuveitendum svigrúm til launahækkana. En er það á dagskrá? „Við erum að vinna með þeim, bæði Samtökum atvinnulífsins og verslunarráði varðandi tæknileg atriði og það er listi upp á fimm sex ariði sem við viljum leiða til lykta með þeim," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Listinn er vinnuskjal sem ekki hefur verið gert opinbert en eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki um beinar lækkanir á tekjuskatti að ræða, en rætt hefur verið um lækkun tryggingagjalds á fyrirtæki. Að sögn fjármálaráðherra var aðkoma Landsvirkjunar að Helguvík ekki rædd á fundinum í dag.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira