Hanna Birna: Fóru rangt með staðreyndir til að breiða yfir klúður Símon Örn Birgisson skrifar 31. mars 2011 18:46 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann hafa farið rangt með staðreyndir til að breiða yfir klúðurslegar yfirlýsingar borgarstjóra um Orkuveituna. Ársreikningar sýndu að fyrirtækið væri ekki gjaldþrota. Orkuveita Reykjavíkur átti aðgang að átta milljarða lánalínu hjá Landsbanka Íslands á sama tíma og forstjóri fyrirtækisins sagði fyrirtækið gjaldþrota og ekki hægt að borga starfsfólki laun. Ársreikningar fyrirtækisins sýna jafnframt að staðan virðist ekki jafn slæm og haldið hefur verið fram af stjórnendum Orkuveitunnar síðustu daga. „Þá er óábyrgt og ósatt að halda því fram að fyrirtækið sé gjaldþrota. Ég veit ekki hvort menn hafi haldið þessari orðræðu áfram um að fyrirtækið sé á hausnum til að sanna það að ummæli um títtnefnt gjaldþrot hafi á sínum tíma verið rétt. Og nú sé komið að því að sýna að svo hafi verið ef það er gert með þeim hætti er það ekki ábyrgt gagnvart fyrirtækinu og ekki til þess að ávinna því traust. Tekjustreymi og staða fyrrirækisins er slík að það er algjörlega óábyrgt og ósatt að halda því fram að fyrirtækið sé gjaldþrota," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi borgarstjórnar í dag þar sem björgunarpakki meirihlutans var formlega samþykktur. Hanna Birna sagði erlendar lánastofnanir hafa verið jákvæðar í garð þess að veita Orkuveitunni lán en um áramótin hefði viðmót þeirra breyst. Sagði hún ummæli borgarstjóra og samstarfsmanna hans spila þar stóran þátt. „Og ummælin verða ekkert betri nokkrum mánuðum seinna þegar reynt er að kalla þessar aðgerðir björgun frá gjaldþroti," sagði Hanna Birna. Jón Gnarr svaraði fyrir sig. „Af gefnu tilefni vil ég segja að vanda fyrirtækisins megi reka til ummæla minna eða annara finnst mér óábyrgt og ábyrgðarlaust tal og einungis til þess gert að leiða athygli frá því að leiða athygli frá því sem raunverulegt er og satt og rétt." Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann hafa farið rangt með staðreyndir til að breiða yfir klúðurslegar yfirlýsingar borgarstjóra um Orkuveituna. Ársreikningar sýndu að fyrirtækið væri ekki gjaldþrota. Orkuveita Reykjavíkur átti aðgang að átta milljarða lánalínu hjá Landsbanka Íslands á sama tíma og forstjóri fyrirtækisins sagði fyrirtækið gjaldþrota og ekki hægt að borga starfsfólki laun. Ársreikningar fyrirtækisins sýna jafnframt að staðan virðist ekki jafn slæm og haldið hefur verið fram af stjórnendum Orkuveitunnar síðustu daga. „Þá er óábyrgt og ósatt að halda því fram að fyrirtækið sé gjaldþrota. Ég veit ekki hvort menn hafi haldið þessari orðræðu áfram um að fyrirtækið sé á hausnum til að sanna það að ummæli um títtnefnt gjaldþrot hafi á sínum tíma verið rétt. Og nú sé komið að því að sýna að svo hafi verið ef það er gert með þeim hætti er það ekki ábyrgt gagnvart fyrirtækinu og ekki til þess að ávinna því traust. Tekjustreymi og staða fyrrirækisins er slík að það er algjörlega óábyrgt og ósatt að halda því fram að fyrirtækið sé gjaldþrota," sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir á fundi borgarstjórnar í dag þar sem björgunarpakki meirihlutans var formlega samþykktur. Hanna Birna sagði erlendar lánastofnanir hafa verið jákvæðar í garð þess að veita Orkuveitunni lán en um áramótin hefði viðmót þeirra breyst. Sagði hún ummæli borgarstjóra og samstarfsmanna hans spila þar stóran þátt. „Og ummælin verða ekkert betri nokkrum mánuðum seinna þegar reynt er að kalla þessar aðgerðir björgun frá gjaldþroti," sagði Hanna Birna. Jón Gnarr svaraði fyrir sig. „Af gefnu tilefni vil ég segja að vanda fyrirtækisins megi reka til ummæla minna eða annara finnst mér óábyrgt og ábyrgðarlaust tal og einungis til þess gert að leiða athygli frá því að leiða athygli frá því sem raunverulegt er og satt og rétt."
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira