Framsóknarkonur segja niðurskurð bitna illa á stöðu kvenna 20. mars 2011 18:15 Stjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir yfir vanþóknun sinni á aðgerðir hinnar norrænu velferðar- og jafnréttisstjórnar sem þær segja að hafi bitnað illa á stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins. Þar segir orðrétt: „Nýlega kom í ljós að niðurskurður í ríkisrekstrinum undanfarin tvö ár hefur komið margfalt harðar niður á konum en körlum þar sem 470 eða 87% af 540 stöðugildum sem skorin hafa verið niður voru skipuð konum og 70 stöðugildi eða 13% voru skipuð körlum. Sú þjónusta sem heilbrigðisstofnanir og aðrar opinberar stofnanir hafa dregið úr og jafnvel hætt að veita með uppsögnum þessara 470 kvenna og öðrum aðhaldsaðgerðum eru nú störf sem mörg hafa færst inn á heimilin í landinu. Þar vinna oftar en ekki konur þau nú ólaunuð, því þarfir barna, aldraðra og sjúkra minnka ekki hvað þá hverfa þó þurfi að spara. Rannsóknir hafa sýnt að konum er hættara en körlum við að festast í hinni svokölluðu fátæktargildru. Opinber gögn sýna að tekjur íslenskra kvenna eru að meðaltali 66% af heildartekjum íslenskra karla. Þær mega því síður við tekjumissi og eru lengur að jafna sig fjárhagslega. Það er áhyggjuefni að þær aðgerðir sem forsætisráðherra boðaði á dögunum virðast að mestu lúta að aukningu á störfum sem karlmenn skipa í meirihluta. Við afgreiðslu fjárlaga og við önnur tækifæri varaði þingflokkur Framsóknar ásamt öðrum aðilum eins og Jafnréttisstofu við því að gætt yrði að hagsmunum beggja kynja við yfirvofandi niðurskurð. Kynjuð hagstjórn eins og núverandi ríkisstjórn, hin svokallaða velferðar- og jafnréttisstjórn, boðaði er greinilega einungis orðin tóm, því ekki verða aðgerðir þeirra til þess að rétta hlut kvenna þó síður sé.“ Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Stjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir yfir vanþóknun sinni á aðgerðir hinnar norrænu velferðar- og jafnréttisstjórnar sem þær segja að hafi bitnað illa á stöðu kvenna í íslensku samfélagi. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins. Þar segir orðrétt: „Nýlega kom í ljós að niðurskurður í ríkisrekstrinum undanfarin tvö ár hefur komið margfalt harðar niður á konum en körlum þar sem 470 eða 87% af 540 stöðugildum sem skorin hafa verið niður voru skipuð konum og 70 stöðugildi eða 13% voru skipuð körlum. Sú þjónusta sem heilbrigðisstofnanir og aðrar opinberar stofnanir hafa dregið úr og jafnvel hætt að veita með uppsögnum þessara 470 kvenna og öðrum aðhaldsaðgerðum eru nú störf sem mörg hafa færst inn á heimilin í landinu. Þar vinna oftar en ekki konur þau nú ólaunuð, því þarfir barna, aldraðra og sjúkra minnka ekki hvað þá hverfa þó þurfi að spara. Rannsóknir hafa sýnt að konum er hættara en körlum við að festast í hinni svokölluðu fátæktargildru. Opinber gögn sýna að tekjur íslenskra kvenna eru að meðaltali 66% af heildartekjum íslenskra karla. Þær mega því síður við tekjumissi og eru lengur að jafna sig fjárhagslega. Það er áhyggjuefni að þær aðgerðir sem forsætisráðherra boðaði á dögunum virðast að mestu lúta að aukningu á störfum sem karlmenn skipa í meirihluta. Við afgreiðslu fjárlaga og við önnur tækifæri varaði þingflokkur Framsóknar ásamt öðrum aðilum eins og Jafnréttisstofu við því að gætt yrði að hagsmunum beggja kynja við yfirvofandi niðurskurð. Kynjuð hagstjórn eins og núverandi ríkisstjórn, hin svokallaða velferðar- og jafnréttisstjórn, boðaði er greinilega einungis orðin tóm, því ekki verða aðgerðir þeirra til þess að rétta hlut kvenna þó síður sé.“
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira