Skattahækkanir þjarma að garðyrkjustöð 20. mars 2011 20:00 Sú garðyrkjustöð landsins, sem er með víðfeðmustu gróðurhúsin, er ekki á Suðurlandi heldur skammt sunnan Húsavíkur. Hlutafélagið er yfir eitthundrað ára gamalt, talið það næstelsta hérlendis, en nú er svo komið að skattaálögur þjarma að rekstrinum. Fyrir marga sem búa sunnan heiða er erfitt að ímynda sér að ein öflugasta garðyrkjustöð landsins sé í Suður-Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á bænum Hveravöllum í Reykjahverfi. Eins og nöfnin benda til eru þarna hverir sem Garðræktarfélag Reykhverfinga hefur nýtt í meira en öld en félagið var stofnað árið 1904. Páll Ólafsson garðyrkjubóndi segir að þeir viti ekki betur en að þetta sé næstelsta hlutafélag landsins. En það er ekki aðeins að stöðin sé gömul, þeir vita ekki til þess að nein önnur státi af jafn miklum gróðurhúsum og þessi, þeir séu stærstir undir gleri á landinu. Þeir eru líka einna stærstir í tómatarækt á landinu. Undir sjöþúsund fermetrum eru framleiddar þrjár tegundir tómata en einnig gúrkur, paprikur og blóm. Og það munar um svona starfsemi fyrir héraðið. Páll segir að þarna séu fjórtán ársverk og þau hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið þarna. Helsta markaðssvæðið er á Norðausturlandi en þeir þurfa einnig að selja til Reykjavíkur. Páll segir hins vegar að flutningskostnaður sé orðinn mjög íþyngjandi með hækkandi álögum á eldsneyti. En það er fleira en skattahækkanir á bensín og dísilolíu sem þjarma að rekstrinum og segir Páll í viðtali á Stöð 2 að hækkun tryggingagjalds hafi bitnað mjög á rekstri fyrirtækisins. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Sú garðyrkjustöð landsins, sem er með víðfeðmustu gróðurhúsin, er ekki á Suðurlandi heldur skammt sunnan Húsavíkur. Hlutafélagið er yfir eitthundrað ára gamalt, talið það næstelsta hérlendis, en nú er svo komið að skattaálögur þjarma að rekstrinum. Fyrir marga sem búa sunnan heiða er erfitt að ímynda sér að ein öflugasta garðyrkjustöð landsins sé í Suður-Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið á bænum Hveravöllum í Reykjahverfi. Eins og nöfnin benda til eru þarna hverir sem Garðræktarfélag Reykhverfinga hefur nýtt í meira en öld en félagið var stofnað árið 1904. Páll Ólafsson garðyrkjubóndi segir að þeir viti ekki betur en að þetta sé næstelsta hlutafélag landsins. En það er ekki aðeins að stöðin sé gömul, þeir vita ekki til þess að nein önnur státi af jafn miklum gróðurhúsum og þessi, þeir séu stærstir undir gleri á landinu. Þeir eru líka einna stærstir í tómatarækt á landinu. Undir sjöþúsund fermetrum eru framleiddar þrjár tegundir tómata en einnig gúrkur, paprikur og blóm. Og það munar um svona starfsemi fyrir héraðið. Páll segir að þarna séu fjórtán ársverk og þau hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið þarna. Helsta markaðssvæðið er á Norðausturlandi en þeir þurfa einnig að selja til Reykjavíkur. Páll segir hins vegar að flutningskostnaður sé orðinn mjög íþyngjandi með hækkandi álögum á eldsneyti. En það er fleira en skattahækkanir á bensín og dísilolíu sem þjarma að rekstrinum og segir Páll í viðtali á Stöð 2 að hækkun tryggingagjalds hafi bitnað mjög á rekstri fyrirtækisins.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira