Innlent

Atli og Lilja segja sig úr VG - bein útsending á Vísi

Þingmenn Vinstri grænna, þau Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa ákveðið að segja sig úr þingflokknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim sem var að berast. Þau hafa boðað til blaðamannafundar í Alþingishúsinu klukkan hálf tólf í dag.

Þetta þýðir að ríkisstjórnin er aðeins með þriggja manna meirihluta, 33 þingmenn styðja ríkisstjórnina og 30 er á móti. Þó er enn óljóst hvort þau Atli og Lilja hyggist styðja stjórnina áfram þrátt fyrir að hafa gengið úr þingflokknum.Blaðamannafundur tvímenninganna var í beinni útsendingu á Vísi. Smellið á spilarann hér að ofan til að sjá upptökuna.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.