Fjármögnun RÚV brýtur gegn EES samningnum Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 23. mars 2011 12:02 RÚV. Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að opinber fjármögnun RÚV brjóti gegn EES samningnum. Þá er íslenskum stjórnvöldum gert að tilkynna EFTA um nýtt rekstrarfyrirkomulag eigi síðar en í dag. Í úrskurði sínum segir Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld séu ábyrg fyrir því að ríkisútvarpið virði lögmál markaðarins. Þannig megi starfsemi hins opinbera á fjölmiðlamarkaði ekki raska samkeppni. Stjórnvöld verði því að skilgreina útvarpsþjónustu RÚV í almannaþágu og takmarka ríkisstuðning við hana. RÚV er þó einnig heimilt að stunda rekstur sem ekki fellur undir útvarpsþjónustu í almannaþágu en ber þá að halda fjárreiðum vegna þess aðskildum frá rekstri annarrar útvarpsþjónustu. Ríkisendurskoðun hefur undanfarin ár undirritað ársreikninga RÚV og staðfest að opinber fjármögnun RÚV sé eingöngu varið í útvarpsþjónustu í almannaþágu. Þessu mótmælir nú eftirlitsstofnun EFTA og gerir þá kröfu að ríkið skilgreini hvaða þjónustu sé verið að greiða með skatti. Þá telur eftirlitsstofnunin brýnt að RÚV megi ekki raska samkeppni á auglýsingamarkaði. Þannig megi RÚV ekki selja auglýsingar eða aðra þjónustu á verði sem er lægra en á almennum markaði. Með úrskurði sínum krefst eftirlitsstofnunin þess að íslensk stjórnvöld tryggi þetta. Eftirlitsstofnunin gaf út álit sitt fyrir sex vikum og gaf íslenskum stjórnvöldum frest til dagsins í dag til að kynna viðbrögð sín. Í samtali við fréttastofu sagði aðstoðarmaður menntamálaráðherra stjórnvöld hafa óskað eftir fresti og benti á fréttatilkynningu vegna málsins. Þar segir að nefnd verði skipuð en henni er m.a. ætlað að taka afstöðu til þess hvort stofna eigi sérstakt dótturfyrirtæki RÚV sem fer með starfsemi sem ekki fellur undir útvarpsþjónustu í almannaþágu. Þá á nefndin jafnframt að taka afstöðu til aukins gagnsæis í rekstri RÚV og aukins lýðræðis í stjórnarfyrirkomulagi RÚV. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur úrskurðað að opinber fjármögnun RÚV brjóti gegn EES samningnum. Þá er íslenskum stjórnvöldum gert að tilkynna EFTA um nýtt rekstrarfyrirkomulag eigi síðar en í dag. Í úrskurði sínum segir Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld séu ábyrg fyrir því að ríkisútvarpið virði lögmál markaðarins. Þannig megi starfsemi hins opinbera á fjölmiðlamarkaði ekki raska samkeppni. Stjórnvöld verði því að skilgreina útvarpsþjónustu RÚV í almannaþágu og takmarka ríkisstuðning við hana. RÚV er þó einnig heimilt að stunda rekstur sem ekki fellur undir útvarpsþjónustu í almannaþágu en ber þá að halda fjárreiðum vegna þess aðskildum frá rekstri annarrar útvarpsþjónustu. Ríkisendurskoðun hefur undanfarin ár undirritað ársreikninga RÚV og staðfest að opinber fjármögnun RÚV sé eingöngu varið í útvarpsþjónustu í almannaþágu. Þessu mótmælir nú eftirlitsstofnun EFTA og gerir þá kröfu að ríkið skilgreini hvaða þjónustu sé verið að greiða með skatti. Þá telur eftirlitsstofnunin brýnt að RÚV megi ekki raska samkeppni á auglýsingamarkaði. Þannig megi RÚV ekki selja auglýsingar eða aðra þjónustu á verði sem er lægra en á almennum markaði. Með úrskurði sínum krefst eftirlitsstofnunin þess að íslensk stjórnvöld tryggi þetta. Eftirlitsstofnunin gaf út álit sitt fyrir sex vikum og gaf íslenskum stjórnvöldum frest til dagsins í dag til að kynna viðbrögð sín. Í samtali við fréttastofu sagði aðstoðarmaður menntamálaráðherra stjórnvöld hafa óskað eftir fresti og benti á fréttatilkynningu vegna málsins. Þar segir að nefnd verði skipuð en henni er m.a. ætlað að taka afstöðu til þess hvort stofna eigi sérstakt dótturfyrirtæki RÚV sem fer með starfsemi sem ekki fellur undir útvarpsþjónustu í almannaþágu. Þá á nefndin jafnframt að taka afstöðu til aukins gagnsæis í rekstri RÚV og aukins lýðræðis í stjórnarfyrirkomulagi RÚV.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira