Innlent

Þurfa að skila inn áætlun um úrbætur fyrir 4. apríl vegna mengunar

Verksmiðjan í Krossnesi.
Verksmiðjan í Krossnesi.
Umhverfistofnun hefur sent Becromal Iceland, álþynnuverksmiðjuna á Akureyri, áform um áminningu og gerð er krafa um að fyrirtæki skili inn áætlun um hvenær það áformi að ljúka úrbótum eigi síðar en 4. apríl. Frestur fyrirtækis til að skila inn athugasemdum er lögbundinn.

Umhverfisstofnun barst ábending frá Kastljósi, sem fjallaði um málið í gærkvöldi, um að starfsemi aflþynnuverksmiðju Becromal Iceland í Krossanesi væri ekki í samræmi við ákvæði starfsleyfis verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun fór í eftirlit til fyrirtækisins samdægurs til þess að ganga úr skugga um hvort ábending væri á rökum reist.

Umhverfisstofnun telur á grundvelli gagna, sem stofnunin hefur fengið og safnað saman, að um brot á starfsleyfi sé að ræða.

Í fyrsta lagi brot á um sýrustig í frárennsli. Í öðru lagi brot á grein er varðar mælingar. Í þriðja lagi brot um tilkynningar á frávikum og bilunum í mengunarvarnarbúnaði.

Þá segir í tilkynningu frá umhverfisstofnun að frárennsli fyrirtækisins fari í fráveitukerfi Akureyrarbæjar og þaðan um bráðabirgðaútrás við Krossanes í grjótgarði við hliðina á hafnarbakkanum.

Það er álit Umhverfisstofnunar (og Skipulagsstofnunar) að tímabundin losun um bráðabirgðaútrás hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif.

Þá þyrir stofnuninni rétt að nefna að í Kastljósi í gær er vísað til þess að ákvæði í reglugerð um fráveitur og skólp kveði á um að pH gildi eigi að vera á bilinu 6-9, þ.e. að starfsleyfið gefi víðari mörk.

Þessi ákvæði eiga við um losun í ferskvatn en ekkert pH gildi sem slíkt á við um losun í sjó í reglugerðinni. Í starfsleyfi er því um að ræða harðari ákvæði en þar er kveðið á um.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×