Sóley: Fyrirfram ákveðin niðurstaða 25. mars 2011 16:41 Sóley telur að Oddný Sturludóttir og Eva Einarsdóttir, formenn menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs, séu þegar búnar að ákveða niðurstöðuna, þrátt fyrir að sameiningartillögurnar séu enn í sameiningarferli Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks lögðu til á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar í dag að umsagnarfrestur skólaráða verði lengdur, enda virðist sem þau hafi byggt á röngum upplýsingum frá formönnum menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Tillögunni var frestað en farið hefur verið fram á aukafund í ráðinu til að klára málið sem fyrst. Sóley segir að þrátt fyrir að sameiningartillögur meirihluta Besta flokks og Samfylkingar séu enn í umsagnarferli, og sérstakur starfshópur skoði nú hvort og þá með hvaða hætti best væri að sameina yfirstjórnir grunnskóla og frístundaheimila virðist Oddný Sturludóttir og Eva Einarsdóttir, formenn menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs vera búnar að ákveða niðurstöðuna. „Í tölvupósti frá þeim stöllum til Félags skólastjórnenda í Reykjavík, sem jafnframt var sendur skólaráðum grunnskólanna fullyrða þær að skólastjórar muni verða óyggjandi yfirmenn sameinaðra grunnskóla og frístundaheimila, en að starfshópurinn óski eftir að umsjónarmaður frístundaheimilisins verði hluti af stjórn skólans, til dæmis deildarstjóri frístundarstarfs,“ segir Sóley. Hún segir að formennirnir hafi engar heimildir til að túlka vilja eða sýn starfshóps sem enn er að störfum og hefur engar ákvarðanir tekið. Því sé nauðsynlegt að þessi skilaboð verði afturkölluð með skýrum hætti gagnvart skólastjórnendum. Jafnframt telur hún er nauðsynlegt að lengja umsagnarfrest skólaráðanna svo þeim gefist kostur á að endurskoða umsagnir sínar með tilliti til þessara rangfærslna. „Þessi vinnubrögð eru enn eitt dæmið um skeytingarleysið sem meirihlutinn sýnir lýðræðinu, starfsfólki borgarinnar og íbúum. Ákvarðanirnar hafa fyrir löngu verið teknar og greinilegt að enginn af öllum heimsins starfshópum eða umsögnum kemur til með að breyta þeim. Slík vinnubrögð eru meirihlutanum til skammar,“ segir Sóley. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks lögðu til á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar í dag að umsagnarfrestur skólaráða verði lengdur, enda virðist sem þau hafi byggt á röngum upplýsingum frá formönnum menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Tillögunni var frestað en farið hefur verið fram á aukafund í ráðinu til að klára málið sem fyrst. Sóley segir að þrátt fyrir að sameiningartillögur meirihluta Besta flokks og Samfylkingar séu enn í umsagnarferli, og sérstakur starfshópur skoði nú hvort og þá með hvaða hætti best væri að sameina yfirstjórnir grunnskóla og frístundaheimila virðist Oddný Sturludóttir og Eva Einarsdóttir, formenn menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs vera búnar að ákveða niðurstöðuna. „Í tölvupósti frá þeim stöllum til Félags skólastjórnenda í Reykjavík, sem jafnframt var sendur skólaráðum grunnskólanna fullyrða þær að skólastjórar muni verða óyggjandi yfirmenn sameinaðra grunnskóla og frístundaheimila, en að starfshópurinn óski eftir að umsjónarmaður frístundaheimilisins verði hluti af stjórn skólans, til dæmis deildarstjóri frístundarstarfs,“ segir Sóley. Hún segir að formennirnir hafi engar heimildir til að túlka vilja eða sýn starfshóps sem enn er að störfum og hefur engar ákvarðanir tekið. Því sé nauðsynlegt að þessi skilaboð verði afturkölluð með skýrum hætti gagnvart skólastjórnendum. Jafnframt telur hún er nauðsynlegt að lengja umsagnarfrest skólaráðanna svo þeim gefist kostur á að endurskoða umsagnir sínar með tilliti til þessara rangfærslna. „Þessi vinnubrögð eru enn eitt dæmið um skeytingarleysið sem meirihlutinn sýnir lýðræðinu, starfsfólki borgarinnar og íbúum. Ákvarðanirnar hafa fyrir löngu verið teknar og greinilegt að enginn af öllum heimsins starfshópum eða umsögnum kemur til með að breyta þeim. Slík vinnubrögð eru meirihlutanum til skammar,“ segir Sóley.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira