Ríkisendurskoðun: Bændasamtökin með of víðtækt stjórnsýsluhlutverk 25. mars 2011 16:45 Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála. Þetta er álit Ríkisendurskoðunar sem fram kemur í nýrri skýslu en þar segir að endurskoða þrufi fyrirkomulagið. Þá verði stjórnvöld að efla eftirlit sitt með framlögum til landbúnaðar. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun Ríkisendurskoðunar að óæskilegt sé að Bændasamtökin annist bæði framkvæmd stjórnsýsluverkefna og eftirlit með henni. Er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hvatt til að hafa frumkvæði að endurskoðun fyrirkomulagsins. Þá telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að fylgjast betur en nú með hvort ráðstöfun ríkisframlaga til landbúnaðar sé í samræmi við lög, reglur og samninga og skili þeim árangri sem til er ætlast. „Alþingi og stjórnvöld hafa falið Bændasamtökum Íslands, sem eru hagsmunasamtök bænda, framkvæmd margvíslegra stjórnsýsluverkefna á sviði landbúnaðarmála og eftirlit með henni. Meðal annars taka samtökin ákvarðanir um opinberar greiðslur til bænda, annast útreikning þeirra og afgreiðslu. Einnig sinna samtökin ráðgjöf við stjórnvöld og fulltrúar þeirra sitja í nefndum sem taka ákvarðanir um landbúnaðarmál. Þá annast samtökin áætlana- og hagskýrslugerð um landbúnað,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. „Hingað til hefur ráðuneytið nýtt gögn og þekkingu um landbúnað sem Bændasamtökin búa yfir. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf ráðuneytið að tryggja að það hafi ávallt greiðan aðgang að upplýsingum um landbúnaðarmál, t.d. með því að stofnun á þess vegum afli og vinni úr slíkum upplýsingum. Þá telur Ríkisendurskoðun óæskilegt að samtökunum sé falið að gera hagskýrslur um landbúnað enda verði óhlutdrægni slíkra skýrslna að vera hafin yfir vafa,“ segir ennfremur. „Samkvæmt lögum annast Matvælastofnun ýmsa stjórnsýslu á sviði landbúnaðarmála. Stofnunin hefur að hluta til útvistað þessum verkefnum til Bændasamtakanna með samningi. Að mati Ríkisendurskoðunar væri æskilegt að hún annaðist þau sjálf.“ Loks telur Ríkisendurskoðun að samningar stjórnvalda við Bændasamtökin „þurfi að kveða skýrt á um hvort og þá að hve miklu leyti fjárreiðulög, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um opinber innkaup gildi um þau verkefni sem þar er mælt fyrir um.“ Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bændasamtökum Íslands hefur verið falið of víðtækt hlutverk við stjórnsýslu landbúnaðarmála. Þetta er álit Ríkisendurskoðunar sem fram kemur í nýrri skýslu en þar segir að endurskoða þrufi fyrirkomulagið. Þá verði stjórnvöld að efla eftirlit sitt með framlögum til landbúnaðar. Í skýrslunni kemur fram sú skoðun Ríkisendurskoðunar að óæskilegt sé að Bændasamtökin annist bæði framkvæmd stjórnsýsluverkefna og eftirlit með henni. Er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hvatt til að hafa frumkvæði að endurskoðun fyrirkomulagsins. Þá telur Ríkisendurskoðun að ráðuneytið þurfi að fylgjast betur en nú með hvort ráðstöfun ríkisframlaga til landbúnaðar sé í samræmi við lög, reglur og samninga og skili þeim árangri sem til er ætlast. „Alþingi og stjórnvöld hafa falið Bændasamtökum Íslands, sem eru hagsmunasamtök bænda, framkvæmd margvíslegra stjórnsýsluverkefna á sviði landbúnaðarmála og eftirlit með henni. Meðal annars taka samtökin ákvarðanir um opinberar greiðslur til bænda, annast útreikning þeirra og afgreiðslu. Einnig sinna samtökin ráðgjöf við stjórnvöld og fulltrúar þeirra sitja í nefndum sem taka ákvarðanir um landbúnaðarmál. Þá annast samtökin áætlana- og hagskýrslugerð um landbúnað,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. „Hingað til hefur ráðuneytið nýtt gögn og þekkingu um landbúnað sem Bændasamtökin búa yfir. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf ráðuneytið að tryggja að það hafi ávallt greiðan aðgang að upplýsingum um landbúnaðarmál, t.d. með því að stofnun á þess vegum afli og vinni úr slíkum upplýsingum. Þá telur Ríkisendurskoðun óæskilegt að samtökunum sé falið að gera hagskýrslur um landbúnað enda verði óhlutdrægni slíkra skýrslna að vera hafin yfir vafa,“ segir ennfremur. „Samkvæmt lögum annast Matvælastofnun ýmsa stjórnsýslu á sviði landbúnaðarmála. Stofnunin hefur að hluta til útvistað þessum verkefnum til Bændasamtakanna með samningi. Að mati Ríkisendurskoðunar væri æskilegt að hún annaðist þau sjálf.“ Loks telur Ríkisendurskoðun að samningar stjórnvalda við Bændasamtökin „þurfi að kveða skýrt á um hvort og þá að hve miklu leyti fjárreiðulög, stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um opinber innkaup gildi um þau verkefni sem þar er mælt fyrir um.“
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira