Einn ökumaður var tekinn grunaður um fíkniefnaakstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi. Þá voru þrír ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur á höfuðborgarsvæðinu og tvær minniháttar líkamsárásir komu upp í miðbænum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var heldur fámennt í bænum.
Einn gisti fangageymslur hjá lögreglunni á Selfossi vegna ölvunar og þá komu upp smávægilegir pústarar á balli sem haldið var á 800 bar á Selfossi í gærkvöldi.
Pústrar á 800 bar á Selfossi
