Raufarhöfn er ekki búin að vera! Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2011 18:58 Kona sem búið hefur á Raufarhöfn allt sitt líf neitar að trúa því að byggðin fari í eyði. Þar hefur íbúum fækkað um rúm fimmtíu prósent á síðustu tólf árum en heimamenn freista þess nú að spyrna við fæti. Hvergi á landinu hefur fólki fækkað jafn hratt og á Raufarhöfn, úr yfir 400 manns fyrir tólf árum og niður fyrir 200. Fyrr í mánuðinum sögðum við frá ákvörðun um að loka afgreiðslu sparisjóðsins og Íslandspósts, sem kostar fjórar konur vinnuna í vor. Viðkvæmar spurningar vakna: Lifir Raufarhöfn áfram eða mun halda áfram að fjara undan byggðinni? Svava Árnadóttir, afgreiðslustjóri sparisjóðsins á Raufarhöfn, sem er ein þeirra sem fengu uppsagnarbréf, segist aldrei nokkurntíman ætla að láta það út úr sér að Raufarhöfn sé búin að vera. Það sé alveg á hreinu að enginn fái hana til að segja slíkt. Þegar bensínstöðinni var lokað ákváðu konurnar á Raufarhöfn að breyta henni í gallerí og kaffistofu. Með uppbyggingu heimsskautsgerðis ætla heimamenn að fá fleiri ferðamenn. Svava segir að menn séu að gera ýmislegt jákvætt en á sama tíma sé grafið tvöfalt undan á öðrum sviðum. Þarna er enn líf í smábátaútgerð, - á annan tug báta rær á grásleppu þessa dagana, - og strandveiðin hefur lífgað upp á plássið á sumrin. Í fiskvinnslu Jökuls eru menn að prófa sig áfram með verkun loðnhrogna og einnig makríls. Fólkið vill ekki neyðast til að flytjast brott. Svava er fædd og uppalin á Raufarhöfn, „orginal" eins og hún orðar það. Hún segir að þar sé gott að búa og gott að ala upp börn. Þar hafi sér liðið vel og hún átt gott líf. „Mig langar ekkert til þess að fara. Það eru þá einhverjir aðrir sem taka þá ákvörðun fyrir mig," segir Svava frá Raufarhöfn. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Kona sem búið hefur á Raufarhöfn allt sitt líf neitar að trúa því að byggðin fari í eyði. Þar hefur íbúum fækkað um rúm fimmtíu prósent á síðustu tólf árum en heimamenn freista þess nú að spyrna við fæti. Hvergi á landinu hefur fólki fækkað jafn hratt og á Raufarhöfn, úr yfir 400 manns fyrir tólf árum og niður fyrir 200. Fyrr í mánuðinum sögðum við frá ákvörðun um að loka afgreiðslu sparisjóðsins og Íslandspósts, sem kostar fjórar konur vinnuna í vor. Viðkvæmar spurningar vakna: Lifir Raufarhöfn áfram eða mun halda áfram að fjara undan byggðinni? Svava Árnadóttir, afgreiðslustjóri sparisjóðsins á Raufarhöfn, sem er ein þeirra sem fengu uppsagnarbréf, segist aldrei nokkurntíman ætla að láta það út úr sér að Raufarhöfn sé búin að vera. Það sé alveg á hreinu að enginn fái hana til að segja slíkt. Þegar bensínstöðinni var lokað ákváðu konurnar á Raufarhöfn að breyta henni í gallerí og kaffistofu. Með uppbyggingu heimsskautsgerðis ætla heimamenn að fá fleiri ferðamenn. Svava segir að menn séu að gera ýmislegt jákvætt en á sama tíma sé grafið tvöfalt undan á öðrum sviðum. Þarna er enn líf í smábátaútgerð, - á annan tug báta rær á grásleppu þessa dagana, - og strandveiðin hefur lífgað upp á plássið á sumrin. Í fiskvinnslu Jökuls eru menn að prófa sig áfram með verkun loðnhrogna og einnig makríls. Fólkið vill ekki neyðast til að flytjast brott. Svava er fædd og uppalin á Raufarhöfn, „orginal" eins og hún orðar það. Hún segir að þar sé gott að búa og gott að ala upp börn. Þar hafi sér liðið vel og hún átt gott líf. „Mig langar ekkert til þess að fara. Það eru þá einhverjir aðrir sem taka þá ákvörðun fyrir mig," segir Svava frá Raufarhöfn.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira