Magnað myndband af ljósagangi í háloftunum á Reykjanesi Boði Logason skrifar 10. mars 2011 11:24 „Það var helvíti magnað að sjá þetta, þetta var mjög flott," segir Einar Sindrason sem var á leið til vinnu klukkan átta í morgun þegar hann sá eitthvað sem líktist loftsteini birtast á himinhvolfinu. Hann var að keyra á Reykjanesbrautinni og ákvað að stoppa til að taka myndband af fyrirbærinu. „Ég sá þetta bara og ákvað að stoppa, það var miklu flottara að sjá þetta með berum augum en að horfa á þetta í myndbandinu," segir Einar sem er ekki alveg klár á því hvað þetta er. „Þetta kemur samt á svo litlum hraða að þetta getur varla verið loftsteinn en þetta er klárlega eitthvað, því ef þú horfir á allt myndbandið er þetta að birtast aftur og aftur. Þetta eru einhver fjögur stykki sem koma þarna í röð," segir Einar. Fréttastofa hafði samband við Veðurstofu Íslands en nokkrir einstaklingar höfðu hringt inn í morgun og lýst fyrirbærinu á svipaðan hátt og Einar. Fréttastofa sendi Veðurstofunni myndbandið. „Við erum búin að kíkja á þetta, það sem okkur dettur í hug er þetta hafi verið ískristallar sem hugsanlega hafi átt að verða glitský. Sólin er að koma upp þarna og það er óskaplega kalt í veðri þarna uppi, þá dettur okkur í hug að þetta gæti verið þetta," segir vaktmaður á spádeild en tekur fram að það sé ekki staðfest heldur sé um að ræða tilgátur. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að það sé um 40 stiga frost í þessari hæð og allt vatn á svæðinu verða að kristöllum en ekki dropum. „Það glampar miklu meira á þá þegar sólin er svona langt niðri, svo þetta gæti verið endurkast frá ískristöllunum." Ekki er algengt að ískristallar sjáist hér á höfuðborgarsvæðinu en algengara er að þeir sjáist við viss skilyrði fyrir norðan. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Það var helvíti magnað að sjá þetta, þetta var mjög flott," segir Einar Sindrason sem var á leið til vinnu klukkan átta í morgun þegar hann sá eitthvað sem líktist loftsteini birtast á himinhvolfinu. Hann var að keyra á Reykjanesbrautinni og ákvað að stoppa til að taka myndband af fyrirbærinu. „Ég sá þetta bara og ákvað að stoppa, það var miklu flottara að sjá þetta með berum augum en að horfa á þetta í myndbandinu," segir Einar sem er ekki alveg klár á því hvað þetta er. „Þetta kemur samt á svo litlum hraða að þetta getur varla verið loftsteinn en þetta er klárlega eitthvað, því ef þú horfir á allt myndbandið er þetta að birtast aftur og aftur. Þetta eru einhver fjögur stykki sem koma þarna í röð," segir Einar. Fréttastofa hafði samband við Veðurstofu Íslands en nokkrir einstaklingar höfðu hringt inn í morgun og lýst fyrirbærinu á svipaðan hátt og Einar. Fréttastofa sendi Veðurstofunni myndbandið. „Við erum búin að kíkja á þetta, það sem okkur dettur í hug er þetta hafi verið ískristallar sem hugsanlega hafi átt að verða glitský. Sólin er að koma upp þarna og það er óskaplega kalt í veðri þarna uppi, þá dettur okkur í hug að þetta gæti verið þetta," segir vaktmaður á spádeild en tekur fram að það sé ekki staðfest heldur sé um að ræða tilgátur. Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að það sé um 40 stiga frost í þessari hæð og allt vatn á svæðinu verða að kristöllum en ekki dropum. „Það glampar miklu meira á þá þegar sólin er svona langt niðri, svo þetta gæti verið endurkast frá ískristöllunum." Ekki er algengt að ískristallar sjáist hér á höfuðborgarsvæðinu en algengara er að þeir sjáist við viss skilyrði fyrir norðan.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira