Jóhanna vill lækka handhafalaunin Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2011 18:38 Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við Fjársýsluna að greiðslur til hennar sem handhafa forsetavalds verði lækkaðar til samræmis við launalækkun forsetans. Kjararáð hafnaði ósk forsetans á sínum tíma um launalækkun sem síðar samdi við þáverandi fjármálaráðherra um launalækkun. Þegar frumvarp lá fyrir Alþingi í desember 2008 um lækkun launa alþingismanna og ráðherra um allt að 15 prósent vegna efnahagsástandsins, skrifaði forseti Íslands þáverandi fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen bréf og óskaði eftir sömu launalækkun. Erindi forsetans var sent Kjararáði, sem samkvæmt lögum úrskurðar um laun forseta. Kjararáð hafnaði beiðninni 13. janúar 2009 með vísan í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lækka laun forseta á kjörtímabili hans. Enda varði ákvæðið embætti forseta en ekki persónulega hagi þess sem gegnir embættinu hverju sinni. Engar undantekningar séu gefnar í stjórnarskránni á þessu. Í niðurstöðu kjararáðs felist þó ekki afstaða til þess hvort sá sem gegni embættinu geti sjálfur afsalað sér hluta launa sinna eða öllum laununum. Í framhaldinu skrifaði forsetinn fjármálaráðherra á nýjan leik í janúar 2009 og óskaði eftir því að laun hans yrðu lækkuð engu að síður og 16. þess mánaðar er greint frá samkomulagi þar að lútandi. Frá því samkomulag forsetans og fjármálaráðherra lá fyrir í janúar 2009, hafa laun forsetans verið 1,5 milljónir á mánuði í stað 1,8 milljóna. Fjárheimildir forsetaembættisins standa undir greiðslum til handhafa forsetavalds og hafa þær ekki lækkað til samræmis. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur forsetaembættið í tvígang vakið athygli Fjársýslu ríkisins á þessu misræmi. Það var fyrst í ársbyrjun 2010 og svo aftur í byrjun þessa árs. Hjá Fjársýslunni fengust þau svör í dag að ákvörðun forsetans væri persónuleg, en að öðru leyti giltu lög um kjör hans og handhafa forsetavalds. Handhafarnir, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar hafa því skipt á milli sín hlutfalli einnra forsetalauna þegar forseti er í útlöndum, sem leggur sig á um 20 þúsund krónur á dag fyrir hvern þeirra, eins og laun forseta voru fyrir launalækkun hans. Hjá Hæstarétti fengust þau svör að það væri ekki í hans verkahring að ákvarða laun handhafanna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki hafa vitað af þessu misræmi fyrr en athygli var vakin á því með bréfi til forsætisráðuneytisins frá forsetaembættinu í febrúar síðast liðnum. Nú í vikunni hafi hún því óskaði eftir því við Fjársýslu ríkisins að greiðslur til hennar lækkuðu í samræmi við laun forsetans. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Forsætisráðherra hefur óskað eftir því við Fjársýsluna að greiðslur til hennar sem handhafa forsetavalds verði lækkaðar til samræmis við launalækkun forsetans. Kjararáð hafnaði ósk forsetans á sínum tíma um launalækkun sem síðar samdi við þáverandi fjármálaráðherra um launalækkun. Þegar frumvarp lá fyrir Alþingi í desember 2008 um lækkun launa alþingismanna og ráðherra um allt að 15 prósent vegna efnahagsástandsins, skrifaði forseti Íslands þáverandi fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen bréf og óskaði eftir sömu launalækkun. Erindi forsetans var sent Kjararáði, sem samkvæmt lögum úrskurðar um laun forseta. Kjararáð hafnaði beiðninni 13. janúar 2009 með vísan í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lækka laun forseta á kjörtímabili hans. Enda varði ákvæðið embætti forseta en ekki persónulega hagi þess sem gegnir embættinu hverju sinni. Engar undantekningar séu gefnar í stjórnarskránni á þessu. Í niðurstöðu kjararáðs felist þó ekki afstaða til þess hvort sá sem gegni embættinu geti sjálfur afsalað sér hluta launa sinna eða öllum laununum. Í framhaldinu skrifaði forsetinn fjármálaráðherra á nýjan leik í janúar 2009 og óskaði eftir því að laun hans yrðu lækkuð engu að síður og 16. þess mánaðar er greint frá samkomulagi þar að lútandi. Frá því samkomulag forsetans og fjármálaráðherra lá fyrir í janúar 2009, hafa laun forsetans verið 1,5 milljónir á mánuði í stað 1,8 milljóna. Fjárheimildir forsetaembættisins standa undir greiðslum til handhafa forsetavalds og hafa þær ekki lækkað til samræmis. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur forsetaembættið í tvígang vakið athygli Fjársýslu ríkisins á þessu misræmi. Það var fyrst í ársbyrjun 2010 og svo aftur í byrjun þessa árs. Hjá Fjársýslunni fengust þau svör í dag að ákvörðun forsetans væri persónuleg, en að öðru leyti giltu lög um kjör hans og handhafa forsetavalds. Handhafarnir, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar hafa því skipt á milli sín hlutfalli einnra forsetalauna þegar forseti er í útlöndum, sem leggur sig á um 20 þúsund krónur á dag fyrir hvern þeirra, eins og laun forseta voru fyrir launalækkun hans. Hjá Hæstarétti fengust þau svör að það væri ekki í hans verkahring að ákvarða laun handhafanna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist ekki hafa vitað af þessu misræmi fyrr en athygli var vakin á því með bréfi til forsætisráðuneytisins frá forsetaembættinu í febrúar síðast liðnum. Nú í vikunni hafi hún því óskaði eftir því við Fjársýslu ríkisins að greiðslur til hennar lækkuðu í samræmi við laun forsetans.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira