Áreitt kynferðislega í EVE Online - kynjamismunum í tölvuleikjum Erla Hlynsdóttir skrifar 16. mars 2011 13:28 Persóna Önnu Bragadóttur í EVE Online Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira