Segja árangur í úrslitakeppni vera öskubuskuævintýri Boði Logason skrifar 16. mars 2011 16:54 Strákarnir í Sláturfélagi Seltjarnarness eru komnir í úrslitaleikinn í utandeildinni en þeir byrjuðu að stunda íþróttina í haust. Mynd/Stefán Hirst „Okkur fannst alveg hrikalegt að okkar frábæra bæjarfélag hafi aldrei boðið upp á körfubolta þannig við ákváðum að taka málið í okkar hendur," segir Stefán Hirst Friðriksson, einn stofnenda körfuboltaliðsins Sláturfélag Seltjarnarness. Stefán stofnaði ásamt vinum sínum körfuboltafélag í haust og hafa þeir félagar tekið þátt í svokallaðri utandeild, sem íþróttafélagið Breiðablik stendur fyrir. Í fyrstu ætluðu strákarnir að hittast nokkrum sinnum í viku og leika sér í körfubolta en það breyttist fljótt og eru þeir nú komnir í úrslitaleikinn í deildinni. „Það hefur enginn æft körfubolta áður vegna þess að það var aldrei í boði að æfa körfubolta hérna á Nesinu. Í sumar vorum við á pallinum hjá mér þegar okkur datt þetta í hug, en við höfum allir spilað körfubolta á götunni, eins og það er sagt," segir Stefán en strákarnir í liðinu eru á aldrinum 17 til 24 ára. Mikið afrek að ná í úrslitaleikinn „Á fyrstu æfingunum kunnum við nú ekki mikið og við byrjuðum ekki vel í deildinni í haust. En við höfum verið á stífum æfingum og höfum tekið ótrúlega miklum framförum á stuttum tíma. Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur og nú erum við komnir í úrslitaleik deildarinnar," segir hann og bætir við að strákunum hafi ekki órað fyrir því þegar þeir byrjuðu í haust að ná í úrslitaleikinn sjálfan, sem þeir telja vera mikið afrek. „Það má segja að þetta sé öskubuskuævintýri hjá okkur strákunum," segir Stefán. Settu á svið blaðamannafund En hver eru framtíðaráform liðsins? „Við ætlum allavega að byrja á því að vinna úrslitaleikinn á föstudaginn og við vonum að það sé einungis byrjunin á þessu ævintýri okkar," segir Stefán. „Við stefnum að því að skrá okkur í aðra deildina næsta haust ásamt því að taka þátt í bikarkeppni á vegum KKÍ. Það gæti þó verið fjarlægur draumur vegna skorts á fjármagni og aðstöðuleysi. Svo er það draumur allra ungra körfuknattleiksmanna að enda í NBA deildinni, en ég held að sá draumur sé aðeins lengra í burtu. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér," segir Stefán sprækur að lokum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:30, en þar eigast við Sláturfélag Seltjarnarness og körfuknattleiksliðið Patrekur. Strákarnir hafa gert heilmikið úr stofnun liðsins og halda úti öflugri heimasíðu þar sem nýjustu fréttir koma inn. Þeir brugðu einnig á það ráð að setja á svið blaðamannafund fyrir úrslitaleikinn. Hægt er að sjá það hér. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Okkur fannst alveg hrikalegt að okkar frábæra bæjarfélag hafi aldrei boðið upp á körfubolta þannig við ákváðum að taka málið í okkar hendur," segir Stefán Hirst Friðriksson, einn stofnenda körfuboltaliðsins Sláturfélag Seltjarnarness. Stefán stofnaði ásamt vinum sínum körfuboltafélag í haust og hafa þeir félagar tekið þátt í svokallaðri utandeild, sem íþróttafélagið Breiðablik stendur fyrir. Í fyrstu ætluðu strákarnir að hittast nokkrum sinnum í viku og leika sér í körfubolta en það breyttist fljótt og eru þeir nú komnir í úrslitaleikinn í deildinni. „Það hefur enginn æft körfubolta áður vegna þess að það var aldrei í boði að æfa körfubolta hérna á Nesinu. Í sumar vorum við á pallinum hjá mér þegar okkur datt þetta í hug, en við höfum allir spilað körfubolta á götunni, eins og það er sagt," segir Stefán en strákarnir í liðinu eru á aldrinum 17 til 24 ára. Mikið afrek að ná í úrslitaleikinn „Á fyrstu æfingunum kunnum við nú ekki mikið og við byrjuðum ekki vel í deildinni í haust. En við höfum verið á stífum æfingum og höfum tekið ótrúlega miklum framförum á stuttum tíma. Það hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur og nú erum við komnir í úrslitaleik deildarinnar," segir hann og bætir við að strákunum hafi ekki órað fyrir því þegar þeir byrjuðu í haust að ná í úrslitaleikinn sjálfan, sem þeir telja vera mikið afrek. „Það má segja að þetta sé öskubuskuævintýri hjá okkur strákunum," segir Stefán. Settu á svið blaðamannafund En hver eru framtíðaráform liðsins? „Við ætlum allavega að byrja á því að vinna úrslitaleikinn á föstudaginn og við vonum að það sé einungis byrjunin á þessu ævintýri okkar," segir Stefán. „Við stefnum að því að skrá okkur í aðra deildina næsta haust ásamt því að taka þátt í bikarkeppni á vegum KKÍ. Það gæti þó verið fjarlægur draumur vegna skorts á fjármagni og aðstöðuleysi. Svo er það draumur allra ungra körfuknattleiksmanna að enda í NBA deildinni, en ég held að sá draumur sé aðeins lengra í burtu. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér," segir Stefán sprækur að lokum. Úrslitaleikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld klukkan 20:30, en þar eigast við Sláturfélag Seltjarnarness og körfuknattleiksliðið Patrekur. Strákarnir hafa gert heilmikið úr stofnun liðsins og halda úti öflugri heimasíðu þar sem nýjustu fréttir koma inn. Þeir brugðu einnig á það ráð að setja á svið blaðamannafund fyrir úrslitaleikinn. Hægt er að sjá það hér.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira