Flóknar "alvöruviðræður" við Alcoa um Bakka 18. mars 2011 18:15 Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa. Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni. Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað, en Landsvirkjun segir að þar komi til bæði aukin sala og hærra verð vegna verðhækkana á áli. Þannig hækkaði meðalraforkuverð til stóriðju um 32 prósent milli ára, úr 19,5 upp í 25,7 dollara á hverja megavattstund. Áherslan er nú á Þingeyjarsýslur, segir Hörður Arnarson forstjóri. "Það er ljóst að öll okkar áhersla er á það núna að finna kaupendur sem vilja staðsetja sig á Norðausturlandi. Þar eru þeir orkukostir sem við höfum næst á eftir Búðarhálsi," segir Hörður. Æðstu ráðamenn Alcoa lýstu því yfir á Íslandi í síðasta mánuði að þeir hefðu enn fullan hug á að reisa álver við Húsavík og í síðustu viku fundaði sendinefnd Landsvirkjunar með Alcoa-mönnum í New York. Hörður staðfestir að viðræður standi yfir við Alcoa en kveðst ekki vilja ræða um einstaka aðila. Þegar hann er spurður hvort samningaviðræður séu hafnar um verð eða hvort þetta séu aðeins könnunarviðræður svarar Hörður: "Nei, þetta eru ekki könnunarviðræður. Þetta eru alvöruviðræður, í fullri alvöru, og að sjálfsögðu er meðal annars verið að ræða um verð. Það er einnig verið að ræða margt annað sem er í svona flóknum samningum. En ég endurtek líka að við erum að ræða við fjölmarga aðra aðila sem eru ekki síður áhugasamir en Alcoa." -Þannig að Alcoa er ekki endilega númer eitt í röðinni? "Það er enginn númer eitt. Þetta eru allt mjög æskilegir viðskiptavinir, mjög góð fyrirtæki, og vonandi náum við bara sem fyrst að landa samningum við einhvern þeirra." Hörður staðfestir að Alcoa er tilbúið að laga sig að orkugetu héraðsins. "Ef þeir væru ekki tilbúnir að laga sig að þessu, þá værum við ekki að ræða saman." Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira
Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa. Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni. Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað, en Landsvirkjun segir að þar komi til bæði aukin sala og hærra verð vegna verðhækkana á áli. Þannig hækkaði meðalraforkuverð til stóriðju um 32 prósent milli ára, úr 19,5 upp í 25,7 dollara á hverja megavattstund. Áherslan er nú á Þingeyjarsýslur, segir Hörður Arnarson forstjóri. "Það er ljóst að öll okkar áhersla er á það núna að finna kaupendur sem vilja staðsetja sig á Norðausturlandi. Þar eru þeir orkukostir sem við höfum næst á eftir Búðarhálsi," segir Hörður. Æðstu ráðamenn Alcoa lýstu því yfir á Íslandi í síðasta mánuði að þeir hefðu enn fullan hug á að reisa álver við Húsavík og í síðustu viku fundaði sendinefnd Landsvirkjunar með Alcoa-mönnum í New York. Hörður staðfestir að viðræður standi yfir við Alcoa en kveðst ekki vilja ræða um einstaka aðila. Þegar hann er spurður hvort samningaviðræður séu hafnar um verð eða hvort þetta séu aðeins könnunarviðræður svarar Hörður: "Nei, þetta eru ekki könnunarviðræður. Þetta eru alvöruviðræður, í fullri alvöru, og að sjálfsögðu er meðal annars verið að ræða um verð. Það er einnig verið að ræða margt annað sem er í svona flóknum samningum. En ég endurtek líka að við erum að ræða við fjölmarga aðra aðila sem eru ekki síður áhugasamir en Alcoa." -Þannig að Alcoa er ekki endilega númer eitt í röðinni? "Það er enginn númer eitt. Þetta eru allt mjög æskilegir viðskiptavinir, mjög góð fyrirtæki, og vonandi náum við bara sem fyrst að landa samningum við einhvern þeirra." Hörður staðfestir að Alcoa er tilbúið að laga sig að orkugetu héraðsins. "Ef þeir væru ekki tilbúnir að laga sig að þessu, þá værum við ekki að ræða saman."
Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ Sjá meira