Segir orð Valtýs fráleitar dylgjur Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. mars 2011 18:53 Forsætisráðherra segir ríkissaksóknara fara með fráleitar dylgjur og hvetur hann til að draga orð sín um afskipti hennar af ákæruvaldinu til baka. Ríkissaksóknari gagnrýndi forsætisráðherra á málstofu um stöðu ákæruvaldsins í gær og gaf í skyn að hún hefði haft bein afskipti af ákæruvaldinu.„Fráleit ummæli" Jóhanna, þetta er býsna hörð gagnrýni frá æðsta handhafa ákæruvaldsins. Hann sagði og benti á að þú hefðir sagt að þú teldir ekki rétt að áfrýja dómi héraðsdóms í máli níumenninganna þegar áfrýjunarfresturinn var ekki liðinn. Það var á endanum niðurstaðan að áfrýja málinu ekki. Má færa rök fyrir því að þetta teljist afskipti af störfum ákæruvaldsins af þinni hálfu? „Þetta eru fráleit ummæli af hálfu ríkissaksóknara og mjög alvarlegar aðdróttanir og hann ætti að sjá sóma sinn í því að draga þær til baka. Ég hafði aldrei nein orð um að ekki ætti að áfrýja, aldrei nokkurn tímann. Ég tel að hann verði að finna orðum sínum stað og skýra þau. Því þetta er auðvitað alvarleg framsetning af hans hálfu," segir Jóhanna. Hún segir að einu afskipti sín af réttarkerfinu séu að reyna að styrkja það og setja í það fjármuni sem forsætisráðherra. Valtýr gagnrýndi einnig Jóhönnu fyrir ummæli sín um rannsóknir á bankahruninu, en í gær sagði hann: „Forsætisráðherra hefur auk þess tekið virkan þátt í baráttunni gegn þessum svokölluðu útrásarvíkingum og hvatt menn til dáða á þeim vettvangi. Forsætisráðherra hefur nánast ærst af fögnuði þegar þessir menn, eða menn úr þessum geira, eru hnepptir í gæsluvarðhald," sagði Valtýr.Skorar á Valtý að skýra sitt mál eða draga ummælin til baka „Það eina sem ég hef tjáð um þau mál (handtökur og gæsluvarðhald yfir útrásarvíkingum innsk.blm) er almennt eins og fólkið í landinu tjáir sig um þau. Það vill að réttarkerfið hafi sinn gang í þessu máli og að þeir sem hafi gerst ábyrgir og brotlegir í þessu hruni, þeir fari í gegnum réttarkerfið og fái sinn dóm þar ef sekt þeirra er sönnuð. Það er það eina sem ég hef sagt og mér finnst þessi ummæli fráleit og er undrandi á því að þessi embættismaður skuli vera með svona dylgur. Ég skora á hann að skýra sitt mál og draga þessi ummæli til baka, því þau eru alvarleg," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Forsætisráðherra segir ríkissaksóknara fara með fráleitar dylgjur og hvetur hann til að draga orð sín um afskipti hennar af ákæruvaldinu til baka. Ríkissaksóknari gagnrýndi forsætisráðherra á málstofu um stöðu ákæruvaldsins í gær og gaf í skyn að hún hefði haft bein afskipti af ákæruvaldinu.„Fráleit ummæli" Jóhanna, þetta er býsna hörð gagnrýni frá æðsta handhafa ákæruvaldsins. Hann sagði og benti á að þú hefðir sagt að þú teldir ekki rétt að áfrýja dómi héraðsdóms í máli níumenninganna þegar áfrýjunarfresturinn var ekki liðinn. Það var á endanum niðurstaðan að áfrýja málinu ekki. Má færa rök fyrir því að þetta teljist afskipti af störfum ákæruvaldsins af þinni hálfu? „Þetta eru fráleit ummæli af hálfu ríkissaksóknara og mjög alvarlegar aðdróttanir og hann ætti að sjá sóma sinn í því að draga þær til baka. Ég hafði aldrei nein orð um að ekki ætti að áfrýja, aldrei nokkurn tímann. Ég tel að hann verði að finna orðum sínum stað og skýra þau. Því þetta er auðvitað alvarleg framsetning af hans hálfu," segir Jóhanna. Hún segir að einu afskipti sín af réttarkerfinu séu að reyna að styrkja það og setja í það fjármuni sem forsætisráðherra. Valtýr gagnrýndi einnig Jóhönnu fyrir ummæli sín um rannsóknir á bankahruninu, en í gær sagði hann: „Forsætisráðherra hefur auk þess tekið virkan þátt í baráttunni gegn þessum svokölluðu útrásarvíkingum og hvatt menn til dáða á þeim vettvangi. Forsætisráðherra hefur nánast ærst af fögnuði þegar þessir menn, eða menn úr þessum geira, eru hnepptir í gæsluvarðhald," sagði Valtýr.Skorar á Valtý að skýra sitt mál eða draga ummælin til baka „Það eina sem ég hef tjáð um þau mál (handtökur og gæsluvarðhald yfir útrásarvíkingum innsk.blm) er almennt eins og fólkið í landinu tjáir sig um þau. Það vill að réttarkerfið hafi sinn gang í þessu máli og að þeir sem hafi gerst ábyrgir og brotlegir í þessu hruni, þeir fari í gegnum réttarkerfið og fái sinn dóm þar ef sekt þeirra er sönnuð. Það er það eina sem ég hef sagt og mér finnst þessi ummæli fráleit og er undrandi á því að þessi embættismaður skuli vera með svona dylgur. Ég skora á hann að skýra sitt mál og draga þessi ummæli til baka, því þau eru alvarleg," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira