Segir orð Valtýs fráleitar dylgjur Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. mars 2011 18:53 Forsætisráðherra segir ríkissaksóknara fara með fráleitar dylgjur og hvetur hann til að draga orð sín um afskipti hennar af ákæruvaldinu til baka. Ríkissaksóknari gagnrýndi forsætisráðherra á málstofu um stöðu ákæruvaldsins í gær og gaf í skyn að hún hefði haft bein afskipti af ákæruvaldinu.„Fráleit ummæli" Jóhanna, þetta er býsna hörð gagnrýni frá æðsta handhafa ákæruvaldsins. Hann sagði og benti á að þú hefðir sagt að þú teldir ekki rétt að áfrýja dómi héraðsdóms í máli níumenninganna þegar áfrýjunarfresturinn var ekki liðinn. Það var á endanum niðurstaðan að áfrýja málinu ekki. Má færa rök fyrir því að þetta teljist afskipti af störfum ákæruvaldsins af þinni hálfu? „Þetta eru fráleit ummæli af hálfu ríkissaksóknara og mjög alvarlegar aðdróttanir og hann ætti að sjá sóma sinn í því að draga þær til baka. Ég hafði aldrei nein orð um að ekki ætti að áfrýja, aldrei nokkurn tímann. Ég tel að hann verði að finna orðum sínum stað og skýra þau. Því þetta er auðvitað alvarleg framsetning af hans hálfu," segir Jóhanna. Hún segir að einu afskipti sín af réttarkerfinu séu að reyna að styrkja það og setja í það fjármuni sem forsætisráðherra. Valtýr gagnrýndi einnig Jóhönnu fyrir ummæli sín um rannsóknir á bankahruninu, en í gær sagði hann: „Forsætisráðherra hefur auk þess tekið virkan þátt í baráttunni gegn þessum svokölluðu útrásarvíkingum og hvatt menn til dáða á þeim vettvangi. Forsætisráðherra hefur nánast ærst af fögnuði þegar þessir menn, eða menn úr þessum geira, eru hnepptir í gæsluvarðhald," sagði Valtýr.Skorar á Valtý að skýra sitt mál eða draga ummælin til baka „Það eina sem ég hef tjáð um þau mál (handtökur og gæsluvarðhald yfir útrásarvíkingum innsk.blm) er almennt eins og fólkið í landinu tjáir sig um þau. Það vill að réttarkerfið hafi sinn gang í þessu máli og að þeir sem hafi gerst ábyrgir og brotlegir í þessu hruni, þeir fari í gegnum réttarkerfið og fái sinn dóm þar ef sekt þeirra er sönnuð. Það er það eina sem ég hef sagt og mér finnst þessi ummæli fráleit og er undrandi á því að þessi embættismaður skuli vera með svona dylgur. Ég skora á hann að skýra sitt mál og draga þessi ummæli til baka, því þau eru alvarleg," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Forsætisráðherra segir ríkissaksóknara fara með fráleitar dylgjur og hvetur hann til að draga orð sín um afskipti hennar af ákæruvaldinu til baka. Ríkissaksóknari gagnrýndi forsætisráðherra á málstofu um stöðu ákæruvaldsins í gær og gaf í skyn að hún hefði haft bein afskipti af ákæruvaldinu.„Fráleit ummæli" Jóhanna, þetta er býsna hörð gagnrýni frá æðsta handhafa ákæruvaldsins. Hann sagði og benti á að þú hefðir sagt að þú teldir ekki rétt að áfrýja dómi héraðsdóms í máli níumenninganna þegar áfrýjunarfresturinn var ekki liðinn. Það var á endanum niðurstaðan að áfrýja málinu ekki. Má færa rök fyrir því að þetta teljist afskipti af störfum ákæruvaldsins af þinni hálfu? „Þetta eru fráleit ummæli af hálfu ríkissaksóknara og mjög alvarlegar aðdróttanir og hann ætti að sjá sóma sinn í því að draga þær til baka. Ég hafði aldrei nein orð um að ekki ætti að áfrýja, aldrei nokkurn tímann. Ég tel að hann verði að finna orðum sínum stað og skýra þau. Því þetta er auðvitað alvarleg framsetning af hans hálfu," segir Jóhanna. Hún segir að einu afskipti sín af réttarkerfinu séu að reyna að styrkja það og setja í það fjármuni sem forsætisráðherra. Valtýr gagnrýndi einnig Jóhönnu fyrir ummæli sín um rannsóknir á bankahruninu, en í gær sagði hann: „Forsætisráðherra hefur auk þess tekið virkan þátt í baráttunni gegn þessum svokölluðu útrásarvíkingum og hvatt menn til dáða á þeim vettvangi. Forsætisráðherra hefur nánast ærst af fögnuði þegar þessir menn, eða menn úr þessum geira, eru hnepptir í gæsluvarðhald," sagði Valtýr.Skorar á Valtý að skýra sitt mál eða draga ummælin til baka „Það eina sem ég hef tjáð um þau mál (handtökur og gæsluvarðhald yfir útrásarvíkingum innsk.blm) er almennt eins og fólkið í landinu tjáir sig um þau. Það vill að réttarkerfið hafi sinn gang í þessu máli og að þeir sem hafi gerst ábyrgir og brotlegir í þessu hruni, þeir fari í gegnum réttarkerfið og fái sinn dóm þar ef sekt þeirra er sönnuð. Það er það eina sem ég hef sagt og mér finnst þessi ummæli fráleit og er undrandi á því að þessi embættismaður skuli vera með svona dylgur. Ég skora á hann að skýra sitt mál og draga þessi ummæli til baka, því þau eru alvarleg," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira