Að vera eða vera ekki með hjálm? Einar Magnús Magnússon skrifar 15. mars 2011 16:16 Í grein Pawel Bartoszek „Í labbitúr með hjálm?" sem birtist í Fréttablaðinu nýlega koma fram atriði sem ég sé mig knúinn til að fjalla um. Ég ætla ekki að rökræða við Pawel um hvort það sé rétt eða rangt að lögleiða hjálmanotkun fyrir alla. Á þeirri umræðu eru margir fletir sem taka þarf tillit til og ég tel að þeir sem rannsaka umferðarslys og læknar séu hæfari til að leggja mat á það. Það er hinsvegar undarlegt hvernig Pawel notar ótta við forræðishyggju til að hrakyrða kosti hjólreiðahjálma og endurskinsvesta. Um það skal fjallað hér. Pawel talar um það að sökinni sé „alltaf" skellt á hjólandi og gangandi þegar slys eigi sér stað sbr.: „Samt er alltaf allt gert til að skella skuldinni á slys mjúkra vegfarenda á þá sjálfa og skylda þá til að dúða sig upp í skær hlífðarföt svo ökumenn sjái þá." Ég get ekki tekið undir það með honum að svo sé „alltaf". Þess er hinsvegar oft getið að mögulega hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss ef fórnarlambið hefði verið með viðeigandi öryggisútbúnað og ég spyr er eitthvað af því að nefna það? Ímyndum okkur að mikið sé um það að menn rói á bátum sínum til og frá vinnu. Svo gerist það að illa timbraður skipstjóri á vélknúnum fiskibát sofnar við stýrið og siglir á einn árabátinn sem í er maður á leið til vinnu. Maðurinn fellur í sjóinn og drukknar. Skipstjórinn á vélknúna bátnum, enn rakur eftir fyllerí gærkvöldsins og þreyttur, olli slysinu og um það er fjallað í fréttum. Þess er þó jafnframt getið að líklegast hefði mátt bjarga ræðaranum ef hann hefði verið í björgunarvesti. Er ekki allt í lagi að geta þess? Það er mannlegt að gera mistök og það á við um ökumenn líka. Einhverjir þeirra hafa óvart ekið á gangandi fólk og hjólandi. Í mörgum tilfellum, eins og við ölvunarakstur, er ekki hægt að afsaka þá hegðun sem mannleg mistök. Ef hraðinn hefur ekki verið því meiri hefur hjálmur hjólreiðamannsins oft á tíðum komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að endurskin hafi komið í veg fyrir slys þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að telja þau tilfelli. Pawel segir: „Ef menn þurfa að klæðast hallærislegum fötum og bera með sér egglaga frauðköggul hvert sem þeir fara minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla." Mig langar að spyrja Pawel hvort hann vilji ekki hvísla þessi orð í eyru þeirra „óvenjulegu" einstaklinga sem eru því þakklátir að hafa verið með hjálm á ögurstundu? Vill hann ekki segja foreldrum þeirra barna sem hjálmurinn hefur bjargað að börnin þeirra hafi verið hallærisleg og að þau séu ekki venjulegt fólk? Með þessum skrifum held ég að Pawel hafi lyft hégómanum í nýjar hæðir. Það er vonandi hægt að afsaka orð hans sem mannleg mistök. Pawel segir að slysum hafi fækkað óverulega þar sem hjálmanotkun var lögleidd. Mér er spurn hvort vera kunni að þau séu ekki eins alvarleg þótt þeim hafi ekki fækkað? Ég er hjólreiðamaður og hjólaði t.d. í myrkrinu í fyrrakvöld í rúmar tvær klukkustundir. Ég var líklega „hallærislegur" og „óvenjulegur", að áliti Pawels, með hjálm og endurskinsvesti en ég tók það ekki nærri mér. Ég fann ekki fyrir þeirri vanlíðan sem Pawel segir fylgja því að hjóla með hjálm og endurskinsvesti. Ég nota endurskinsvesti til að sjást betur og hjálm til að verja það litla sem í kolli mínum er. Læt boðaða tískustefnu hans ekki afvegaleiða mig og bið hann að virða það. Í níu Evrópulöndum er skylda með einum eða öðrum hætti að nota hjálm. Í fjórum löndum er skylt að hvetja til notkunar á hjálmum og er Holland þar á meðal. Í fimm löndum er skylt með einum eða öðrum hætti að nota endurskinsvesti en í þremur löndum skal hvatt til þess. NHTSA (Umferðarstofnun alríkisstjórnar Bandaríkjanna) hefur sent út tilmæli til allra fylkja að þau setji reglur um notkun hjálma. Í 38 fylkjum BNA og þ.m.t. 226 sýslum innan þeirra eru reglur um hjálmaskyldu. Í flestum tilfellum takmarkað við 18 ára og yngri en þó er öllum skylt að nota hjálm í 65 sýslum af þessum 226. Væri verið að gera þetta ef menn teldu engan árangur af notkun þessa búnaðar? Hvað sem líður ótta manna við meinta forræðishyggju þá bið ég um að inn í þá gagnrýni sé ekki blandað undarlegum áróðri gegn öryggisbúnaði sem okkur á að vera „að minnsta kosti" frjálst að nota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í grein Pawel Bartoszek „Í labbitúr með hjálm?" sem birtist í Fréttablaðinu nýlega koma fram atriði sem ég sé mig knúinn til að fjalla um. Ég ætla ekki að rökræða við Pawel um hvort það sé rétt eða rangt að lögleiða hjálmanotkun fyrir alla. Á þeirri umræðu eru margir fletir sem taka þarf tillit til og ég tel að þeir sem rannsaka umferðarslys og læknar séu hæfari til að leggja mat á það. Það er hinsvegar undarlegt hvernig Pawel notar ótta við forræðishyggju til að hrakyrða kosti hjólreiðahjálma og endurskinsvesta. Um það skal fjallað hér. Pawel talar um það að sökinni sé „alltaf" skellt á hjólandi og gangandi þegar slys eigi sér stað sbr.: „Samt er alltaf allt gert til að skella skuldinni á slys mjúkra vegfarenda á þá sjálfa og skylda þá til að dúða sig upp í skær hlífðarföt svo ökumenn sjái þá." Ég get ekki tekið undir það með honum að svo sé „alltaf". Þess er hinsvegar oft getið að mögulega hefði mátt koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss ef fórnarlambið hefði verið með viðeigandi öryggisútbúnað og ég spyr er eitthvað af því að nefna það? Ímyndum okkur að mikið sé um það að menn rói á bátum sínum til og frá vinnu. Svo gerist það að illa timbraður skipstjóri á vélknúnum fiskibát sofnar við stýrið og siglir á einn árabátinn sem í er maður á leið til vinnu. Maðurinn fellur í sjóinn og drukknar. Skipstjórinn á vélknúna bátnum, enn rakur eftir fyllerí gærkvöldsins og þreyttur, olli slysinu og um það er fjallað í fréttum. Þess er þó jafnframt getið að líklegast hefði mátt bjarga ræðaranum ef hann hefði verið í björgunarvesti. Er ekki allt í lagi að geta þess? Það er mannlegt að gera mistök og það á við um ökumenn líka. Einhverjir þeirra hafa óvart ekið á gangandi fólk og hjólandi. Í mörgum tilfellum, eins og við ölvunarakstur, er ekki hægt að afsaka þá hegðun sem mannleg mistök. Ef hraðinn hefur ekki verið því meiri hefur hjálmur hjólreiðamannsins oft á tíðum komið í veg fyrir alvarlegar afleiðingar. Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur að endurskin hafi komið í veg fyrir slys þótt eðli málsins samkvæmt sé ekki hægt að telja þau tilfelli. Pawel segir: „Ef menn þurfa að klæðast hallærislegum fötum og bera með sér egglaga frauðköggul hvert sem þeir fara minnkar það líkur á að venjulegt fólk fari að hjóla." Mig langar að spyrja Pawel hvort hann vilji ekki hvísla þessi orð í eyru þeirra „óvenjulegu" einstaklinga sem eru því þakklátir að hafa verið með hjálm á ögurstundu? Vill hann ekki segja foreldrum þeirra barna sem hjálmurinn hefur bjargað að börnin þeirra hafi verið hallærisleg og að þau séu ekki venjulegt fólk? Með þessum skrifum held ég að Pawel hafi lyft hégómanum í nýjar hæðir. Það er vonandi hægt að afsaka orð hans sem mannleg mistök. Pawel segir að slysum hafi fækkað óverulega þar sem hjálmanotkun var lögleidd. Mér er spurn hvort vera kunni að þau séu ekki eins alvarleg þótt þeim hafi ekki fækkað? Ég er hjólreiðamaður og hjólaði t.d. í myrkrinu í fyrrakvöld í rúmar tvær klukkustundir. Ég var líklega „hallærislegur" og „óvenjulegur", að áliti Pawels, með hjálm og endurskinsvesti en ég tók það ekki nærri mér. Ég fann ekki fyrir þeirri vanlíðan sem Pawel segir fylgja því að hjóla með hjálm og endurskinsvesti. Ég nota endurskinsvesti til að sjást betur og hjálm til að verja það litla sem í kolli mínum er. Læt boðaða tískustefnu hans ekki afvegaleiða mig og bið hann að virða það. Í níu Evrópulöndum er skylda með einum eða öðrum hætti að nota hjálm. Í fjórum löndum er skylt að hvetja til notkunar á hjálmum og er Holland þar á meðal. Í fimm löndum er skylt með einum eða öðrum hætti að nota endurskinsvesti en í þremur löndum skal hvatt til þess. NHTSA (Umferðarstofnun alríkisstjórnar Bandaríkjanna) hefur sent út tilmæli til allra fylkja að þau setji reglur um notkun hjálma. Í 38 fylkjum BNA og þ.m.t. 226 sýslum innan þeirra eru reglur um hjálmaskyldu. Í flestum tilfellum takmarkað við 18 ára og yngri en þó er öllum skylt að nota hjálm í 65 sýslum af þessum 226. Væri verið að gera þetta ef menn teldu engan árangur af notkun þessa búnaðar? Hvað sem líður ótta manna við meinta forræðishyggju þá bið ég um að inn í þá gagnrýni sé ekki blandað undarlegum áróðri gegn öryggisbúnaði sem okkur á að vera „að minnsta kosti" frjálst að nota.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun