Innlent

Tíðkaðist að aka inn þrátt fyrir bann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins.
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins. Mynd/Vilhelm
Það er Íslenska gámafélagið sem á þann bíl sem ekið var í veg fyrir hjólreiðamann á Dalvegi á miðvikudag með þeim afleiðingum að hann varð undir bílnum og slasaðist alvarlega.

Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni í morgun að verið er að rannsaka hvort vinnureglur og jafnvel fyrirmæli yfirmanna fyrirtækis, sem staðsett er á Dalvegi, hafi gert ráð fyrir innakstri á stað þar sem innakstur er bannaður.

„Ég kannast við að þær vinnureglur hafi verið viðhafðar að fara inn um hinn enda gámastöðvarinnar," segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, aðspurður um það hvort yfirmenn fyrirtækisins hafi gefið slík fyrirmæli. Jón Þórir segir að þessar vinnureglur séu tilkomnar af tvennu. Annars vegar vegna vinnuhagræðis og hins vegar til þess að koma í veg fyrir að stór vinnutæki séu innan um mikið af gangandi fólki. Hann segir jafnframt að þessi vinnuregla sé ekki viðhöfð nú eftir að slysið varð.

Aðspurður segir Jón Þórir að lögreglan hafi ekki kynnt fyrir sér rannsókn málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×