Öldruð kona handtekin fyrir að selja geimgrjót 24. október 2011 23:00 Tunglfari. Dularfull leyniaðgerð Nasa hefur vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum, en fréttastofa AP greinir frá því að 72 ára gömul kona hafi verið handtekin eftir að hún reyndi að selja örlítið geimgrjót frá tunglinu. Það er ekki mikið stærra en hrísgrjón. Þannig er mál með vexti að það er ólöglegt að selja steina frá tunglinu þar sem ríkið lítur svo á að grjótið sé eign þess. Alls var komið með 2200 grjótsýni frá tunglinu í geimferðum Bandaríkjamanna á árunum 1969 til 1972. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gefið söfnum í 90 löndum tunglsteina og einhverjum einstaklingum að auki, en skilyrðið er ávallt það sama - steinana má ekki selja, þar sem þeir eru eign stjórnvalda. Hin 72 ára gamla Joann Davis frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, reyndi selja rykkorn frá tunglinu og örlítinn bút úr hlíf eins af Appollo geimferjunum sem fóru út í geiminn á þessum árum. Eiginmaður Joann var verkfræðingur í fyrirtæki sem kom að smíði varahluta í geimförin. Sjálf vildi Joann meina að maðurinn hennar hefði fengið þessa muni frá Neil Amstrong sjálfum, sem steig fyrstu manna á tunglið - hann segist þó ekki kannast við það. Joann setti sig í samband við verktaka á vegum Nasa og spurði hvað hún ætti að gera varðandi söluna. Sá lét Nasa umsvifalaust vita og sérfræðingar þeirra skipulögðu leyniaðgerð til þess að endurheimta munina. Þeir þóttust ætla að kaupa geimdótið fyrir tæplega tvær milljónir dollara, eða 230 milljónir króna. Joann hitti svo flugumann Nasa og þegar hún dró munina upp þustu að henni sérsveitarmenn og rannsóknarlöggur á vegum Nasa. Í grein AP kemur fram að konunni hafi brugðið svo mikið að hún hafi misst stjórn á þvagblöðrunni. Hún var því næst færð til yfirheyrslu en sleppt skömmu síðar, án góssins sem hún ætlaði að selja.Fréttastofa AP hefur svo reynt að fá upplýsingar um málið en Nasa gefur ekkert upp. Hún var ekki bókuð hjá lögreglunni og því óljóst hvar málið stendur. Nú er svo komið að Joann ætlar að fara í mál við Nasa út af handtökunni. Sérfræðingur, sem vann við að endurheimta tunglgrjót, segir Joann eiga góða möguleika á að sigra málið, þar sem Nasa hafi ekki farið mjög vel með geimgrjótið í gegnum tíðina. Ástæðan fyrir því að Joann vildi selja munina var til þess að skilja eftir vænan arf handa börnum og barnabörnum og annast veikan son sinn. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira
Dularfull leyniaðgerð Nasa hefur vakið athygli fjölmiðla í Bandaríkjunum, en fréttastofa AP greinir frá því að 72 ára gömul kona hafi verið handtekin eftir að hún reyndi að selja örlítið geimgrjót frá tunglinu. Það er ekki mikið stærra en hrísgrjón. Þannig er mál með vexti að það er ólöglegt að selja steina frá tunglinu þar sem ríkið lítur svo á að grjótið sé eign þess. Alls var komið með 2200 grjótsýni frá tunglinu í geimferðum Bandaríkjamanna á árunum 1969 til 1972. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gefið söfnum í 90 löndum tunglsteina og einhverjum einstaklingum að auki, en skilyrðið er ávallt það sama - steinana má ekki selja, þar sem þeir eru eign stjórnvalda. Hin 72 ára gamla Joann Davis frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, reyndi selja rykkorn frá tunglinu og örlítinn bút úr hlíf eins af Appollo geimferjunum sem fóru út í geiminn á þessum árum. Eiginmaður Joann var verkfræðingur í fyrirtæki sem kom að smíði varahluta í geimförin. Sjálf vildi Joann meina að maðurinn hennar hefði fengið þessa muni frá Neil Amstrong sjálfum, sem steig fyrstu manna á tunglið - hann segist þó ekki kannast við það. Joann setti sig í samband við verktaka á vegum Nasa og spurði hvað hún ætti að gera varðandi söluna. Sá lét Nasa umsvifalaust vita og sérfræðingar þeirra skipulögðu leyniaðgerð til þess að endurheimta munina. Þeir þóttust ætla að kaupa geimdótið fyrir tæplega tvær milljónir dollara, eða 230 milljónir króna. Joann hitti svo flugumann Nasa og þegar hún dró munina upp þustu að henni sérsveitarmenn og rannsóknarlöggur á vegum Nasa. Í grein AP kemur fram að konunni hafi brugðið svo mikið að hún hafi misst stjórn á þvagblöðrunni. Hún var því næst færð til yfirheyrslu en sleppt skömmu síðar, án góssins sem hún ætlaði að selja.Fréttastofa AP hefur svo reynt að fá upplýsingar um málið en Nasa gefur ekkert upp. Hún var ekki bókuð hjá lögreglunni og því óljóst hvar málið stendur. Nú er svo komið að Joann ætlar að fara í mál við Nasa út af handtökunni. Sérfræðingur, sem vann við að endurheimta tunglgrjót, segir Joann eiga góða möguleika á að sigra málið, þar sem Nasa hafi ekki farið mjög vel með geimgrjótið í gegnum tíðina. Ástæðan fyrir því að Joann vildi selja munina var til þess að skilja eftir vænan arf handa börnum og barnabörnum og annast veikan son sinn.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sjá meira