Matvælaöryggi fórnað fyrir pólitík Sandra B. Jónsdóttir skrifar 7. október 2011 06:00 Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir varnarlausa gagnvart órannsökuðum hættum erfðabreyttra matvæla. Eftir margra ára baráttu samtaka neytenda hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið nú viðurkennt pólitíska nauðsyn þess að setja reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla. Í hafti pólitískrar hugmyndafræði, sem lítur á upptöku alls sem evrópskt er sem nánast þjóðarskömm, ákvað ráðuneytið að taka ekki upp reglugerð ESB, en búa þess í stað til sér-íslenska gerð. Sú ákvörðun hlaut að verða vandkvæðum bundin því viðskipti við Evrópu gætu orðið ómöguleg nema íslenska reglugerðin yrði samhljóða hinni evrópsku. Nýja íslenska reglugerðin átti að taka gildi hinn 1. september sl. en örfáum dögum áður frestaði ráðherra gildistöku matvælaþáttar hennar fram í janúar 2012. Hafi frestun stafað af ósamræmi milli reglugerðar ESB og hinnar íslensku gerðar er vanhæfni um að kenna. Annaðhvort mistókst ráðuneytinu að móta reglugerðina með faglegum hætti eða að óframkvæmanleg gerð var vísvitandi samin til þess að fresta mætti gildistöku. Svo fullrar sanngirni sé gætt gagnvart ráðuneytinu hefur það einungis frestað matvælaþætti reglugerðarinnar. Gildistöku ákvæða sem krefjast merkinga á erfðabreyttum matvælum er frestað um fjóra mánuði – en ákvæði sem krefjast merkinga á erfðabreyttu fóðri hafa nú tekið gildi. Ísland er þekkt fyrir ofnæmi gagnvart reglum og lögum, en að opinbert stjórnvald skuli setja rétt búfjár ofar rétti neytenda er skrefi nær spillingu. En eins og máltækið segir: margt er skrýtið í kýrhausnum. Útilokað er að töf þessi stafi af ávæningi um að Bandaríkin hafi hótað Íslendingum málsókn fyrir Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO) ef þeir innleiddu merkingar á erfðabreyttum matvælum. Alkunna er að Bandaríkin hafa notað sendiráð sín um allan heim til slíkra hótana, en jafnþekkt er að WTO hefur aldrei orðið ágengt í kærum gegn Evrópuríkjum vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Íslensk stjórnvöld vita líka að sú ógn er ekki lengur fyrir hendi. Fyrr á þessu ári lét sendinefnd Bandaríkjanna hjá Codex (staðlaráði WHO og FAO) af andstöðu sinni við útgáfu leiðbeininga um merkingar erfðabreyttra matvæla. Hið nýja samkomulag innan Codex felur í sér að ríki sem vilja koma á merkingum erfðabreyttra matvæla þurfa ekki lengur að óttast málsókn gegn sér á vettvangi WTO. Því síður getur ráðuneytið hafa vanmetið heilsufarsáhrif þess að fresta gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir fjórum mánuðum var ráðuneytið upplýst um ritrýndar niðurstöður nýrrar tímamóta heilsufarsrannsóknar við Sherbrooke-háskólasjúkrahúsið í Quebec í Kanada sem birtust í Journal of Reproductive Toxicology. Í rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Niðurstaða hennar var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum vegna þess að mæðurnar neyttu venjulegs kanadísks fæðis, en drjúgur hluti þess inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli. Erfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum – eða sterkari rök fyrir merkingum erfðabreyttra matvæla. Árum saman hafa innflytjendur kvartað yfir því að merkingar erfðabreyttra matvæla hér á landi geri verslun við Bandaríkin erfiðari vegna þess að þar er slíkra merkinga ekki krafist. Frestaði ráðuneytið reglugerðarákvæðum um merkingu erfðabreyttra matvæla til að þóknast örfáum innflytjendum? Ráðuneytið mætti gjarnan minna þá verslunarmenn á að blóð kvenna sem tóku þátt í kanadísku heilsurannsókninni mengaðist af neyslu erfðabreyttra matvæla, að öllum líkindum Bt-maíss sem notaður er í framleiðslu á fjölda bandarískra neysluvara sem finna má í íslenskum stórmörkuðum – m.a. í morgunkorni, kökum og kexi, tómatsósu og grillsósum. Innflytjendur vita að ekki er nauðsynlegt að flytja bandarískar vörur inn frá Bandaríkjunum. Hægt er að fá margar þeirra frá Evrópulöndum þar sem þær eru framleiddar samkvæmt einkaleyfum og innihalda ekki erfðabreytt hráefni, en ef svo væri þá væri þess getið á umbúðum. Ráðherra hefur enga gilda afsökun fyrir frestun ákvæða um merkingar erfðabreyttra matvæla. Annaðhvort lúffar ráðherra fyrir marklausum hótunum innflytjenda eða þá að hann ber ábyrgð á óhæfri smíð reglugerðar sem er óframkvæmanleg. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að öryggi almennings sé sett ofar pólitík. Umrædd frestun er alvarleg fórn þeirrar ábyrgðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir varnarlausa gagnvart órannsökuðum hættum erfðabreyttra matvæla. Eftir margra ára baráttu samtaka neytenda hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið nú viðurkennt pólitíska nauðsyn þess að setja reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla. Í hafti pólitískrar hugmyndafræði, sem lítur á upptöku alls sem evrópskt er sem nánast þjóðarskömm, ákvað ráðuneytið að taka ekki upp reglugerð ESB, en búa þess í stað til sér-íslenska gerð. Sú ákvörðun hlaut að verða vandkvæðum bundin því viðskipti við Evrópu gætu orðið ómöguleg nema íslenska reglugerðin yrði samhljóða hinni evrópsku. Nýja íslenska reglugerðin átti að taka gildi hinn 1. september sl. en örfáum dögum áður frestaði ráðherra gildistöku matvælaþáttar hennar fram í janúar 2012. Hafi frestun stafað af ósamræmi milli reglugerðar ESB og hinnar íslensku gerðar er vanhæfni um að kenna. Annaðhvort mistókst ráðuneytinu að móta reglugerðina með faglegum hætti eða að óframkvæmanleg gerð var vísvitandi samin til þess að fresta mætti gildistöku. Svo fullrar sanngirni sé gætt gagnvart ráðuneytinu hefur það einungis frestað matvælaþætti reglugerðarinnar. Gildistöku ákvæða sem krefjast merkinga á erfðabreyttum matvælum er frestað um fjóra mánuði – en ákvæði sem krefjast merkinga á erfðabreyttu fóðri hafa nú tekið gildi. Ísland er þekkt fyrir ofnæmi gagnvart reglum og lögum, en að opinbert stjórnvald skuli setja rétt búfjár ofar rétti neytenda er skrefi nær spillingu. En eins og máltækið segir: margt er skrýtið í kýrhausnum. Útilokað er að töf þessi stafi af ávæningi um að Bandaríkin hafi hótað Íslendingum málsókn fyrir Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO) ef þeir innleiddu merkingar á erfðabreyttum matvælum. Alkunna er að Bandaríkin hafa notað sendiráð sín um allan heim til slíkra hótana, en jafnþekkt er að WTO hefur aldrei orðið ágengt í kærum gegn Evrópuríkjum vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Íslensk stjórnvöld vita líka að sú ógn er ekki lengur fyrir hendi. Fyrr á þessu ári lét sendinefnd Bandaríkjanna hjá Codex (staðlaráði WHO og FAO) af andstöðu sinni við útgáfu leiðbeininga um merkingar erfðabreyttra matvæla. Hið nýja samkomulag innan Codex felur í sér að ríki sem vilja koma á merkingum erfðabreyttra matvæla þurfa ekki lengur að óttast málsókn gegn sér á vettvangi WTO. Því síður getur ráðuneytið hafa vanmetið heilsufarsáhrif þess að fresta gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir fjórum mánuðum var ráðuneytið upplýst um ritrýndar niðurstöður nýrrar tímamóta heilsufarsrannsóknar við Sherbrooke-háskólasjúkrahúsið í Quebec í Kanada sem birtust í Journal of Reproductive Toxicology. Í rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Niðurstaða hennar var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum vegna þess að mæðurnar neyttu venjulegs kanadísks fæðis, en drjúgur hluti þess inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli. Erfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum – eða sterkari rök fyrir merkingum erfðabreyttra matvæla. Árum saman hafa innflytjendur kvartað yfir því að merkingar erfðabreyttra matvæla hér á landi geri verslun við Bandaríkin erfiðari vegna þess að þar er slíkra merkinga ekki krafist. Frestaði ráðuneytið reglugerðarákvæðum um merkingu erfðabreyttra matvæla til að þóknast örfáum innflytjendum? Ráðuneytið mætti gjarnan minna þá verslunarmenn á að blóð kvenna sem tóku þátt í kanadísku heilsurannsókninni mengaðist af neyslu erfðabreyttra matvæla, að öllum líkindum Bt-maíss sem notaður er í framleiðslu á fjölda bandarískra neysluvara sem finna má í íslenskum stórmörkuðum – m.a. í morgunkorni, kökum og kexi, tómatsósu og grillsósum. Innflytjendur vita að ekki er nauðsynlegt að flytja bandarískar vörur inn frá Bandaríkjunum. Hægt er að fá margar þeirra frá Evrópulöndum þar sem þær eru framleiddar samkvæmt einkaleyfum og innihalda ekki erfðabreytt hráefni, en ef svo væri þá væri þess getið á umbúðum. Ráðherra hefur enga gilda afsökun fyrir frestun ákvæða um merkingar erfðabreyttra matvæla. Annaðhvort lúffar ráðherra fyrir marklausum hótunum innflytjenda eða þá að hann ber ábyrgð á óhæfri smíð reglugerðar sem er óframkvæmanleg. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að öryggi almennings sé sett ofar pólitík. Umrædd frestun er alvarleg fórn þeirrar ábyrgðar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun