Matvælaöryggi fórnað fyrir pólitík Sandra B. Jónsdóttir skrifar 7. október 2011 06:00 Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir varnarlausa gagnvart órannsökuðum hættum erfðabreyttra matvæla. Eftir margra ára baráttu samtaka neytenda hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið nú viðurkennt pólitíska nauðsyn þess að setja reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla. Í hafti pólitískrar hugmyndafræði, sem lítur á upptöku alls sem evrópskt er sem nánast þjóðarskömm, ákvað ráðuneytið að taka ekki upp reglugerð ESB, en búa þess í stað til sér-íslenska gerð. Sú ákvörðun hlaut að verða vandkvæðum bundin því viðskipti við Evrópu gætu orðið ómöguleg nema íslenska reglugerðin yrði samhljóða hinni evrópsku. Nýja íslenska reglugerðin átti að taka gildi hinn 1. september sl. en örfáum dögum áður frestaði ráðherra gildistöku matvælaþáttar hennar fram í janúar 2012. Hafi frestun stafað af ósamræmi milli reglugerðar ESB og hinnar íslensku gerðar er vanhæfni um að kenna. Annaðhvort mistókst ráðuneytinu að móta reglugerðina með faglegum hætti eða að óframkvæmanleg gerð var vísvitandi samin til þess að fresta mætti gildistöku. Svo fullrar sanngirni sé gætt gagnvart ráðuneytinu hefur það einungis frestað matvælaþætti reglugerðarinnar. Gildistöku ákvæða sem krefjast merkinga á erfðabreyttum matvælum er frestað um fjóra mánuði – en ákvæði sem krefjast merkinga á erfðabreyttu fóðri hafa nú tekið gildi. Ísland er þekkt fyrir ofnæmi gagnvart reglum og lögum, en að opinbert stjórnvald skuli setja rétt búfjár ofar rétti neytenda er skrefi nær spillingu. En eins og máltækið segir: margt er skrýtið í kýrhausnum. Útilokað er að töf þessi stafi af ávæningi um að Bandaríkin hafi hótað Íslendingum málsókn fyrir Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO) ef þeir innleiddu merkingar á erfðabreyttum matvælum. Alkunna er að Bandaríkin hafa notað sendiráð sín um allan heim til slíkra hótana, en jafnþekkt er að WTO hefur aldrei orðið ágengt í kærum gegn Evrópuríkjum vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Íslensk stjórnvöld vita líka að sú ógn er ekki lengur fyrir hendi. Fyrr á þessu ári lét sendinefnd Bandaríkjanna hjá Codex (staðlaráði WHO og FAO) af andstöðu sinni við útgáfu leiðbeininga um merkingar erfðabreyttra matvæla. Hið nýja samkomulag innan Codex felur í sér að ríki sem vilja koma á merkingum erfðabreyttra matvæla þurfa ekki lengur að óttast málsókn gegn sér á vettvangi WTO. Því síður getur ráðuneytið hafa vanmetið heilsufarsáhrif þess að fresta gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir fjórum mánuðum var ráðuneytið upplýst um ritrýndar niðurstöður nýrrar tímamóta heilsufarsrannsóknar við Sherbrooke-háskólasjúkrahúsið í Quebec í Kanada sem birtust í Journal of Reproductive Toxicology. Í rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Niðurstaða hennar var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum vegna þess að mæðurnar neyttu venjulegs kanadísks fæðis, en drjúgur hluti þess inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli. Erfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum – eða sterkari rök fyrir merkingum erfðabreyttra matvæla. Árum saman hafa innflytjendur kvartað yfir því að merkingar erfðabreyttra matvæla hér á landi geri verslun við Bandaríkin erfiðari vegna þess að þar er slíkra merkinga ekki krafist. Frestaði ráðuneytið reglugerðarákvæðum um merkingu erfðabreyttra matvæla til að þóknast örfáum innflytjendum? Ráðuneytið mætti gjarnan minna þá verslunarmenn á að blóð kvenna sem tóku þátt í kanadísku heilsurannsókninni mengaðist af neyslu erfðabreyttra matvæla, að öllum líkindum Bt-maíss sem notaður er í framleiðslu á fjölda bandarískra neysluvara sem finna má í íslenskum stórmörkuðum – m.a. í morgunkorni, kökum og kexi, tómatsósu og grillsósum. Innflytjendur vita að ekki er nauðsynlegt að flytja bandarískar vörur inn frá Bandaríkjunum. Hægt er að fá margar þeirra frá Evrópulöndum þar sem þær eru framleiddar samkvæmt einkaleyfum og innihalda ekki erfðabreytt hráefni, en ef svo væri þá væri þess getið á umbúðum. Ráðherra hefur enga gilda afsökun fyrir frestun ákvæða um merkingar erfðabreyttra matvæla. Annaðhvort lúffar ráðherra fyrir marklausum hótunum innflytjenda eða þá að hann ber ábyrgð á óhæfri smíð reglugerðar sem er óframkvæmanleg. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að öryggi almennings sé sett ofar pólitík. Umrædd frestun er alvarleg fórn þeirrar ábyrgðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nú eru hartnær átta ár síðan ríki Evrópusambandsins settu nýja löggjöf um merkingar erfðabreyttra matvæla (reglugerð 1830). Sú löggjöf hefur enn ekki verið tekin upp af EES, m.a. vegna neikvæðrar afstöðu íslenskra stjórnvalda, sem með því hafa misboðið rétti íslenskra neytenda til að velja og skilið heila kynslóð íslenskra barna eftir varnarlausa gagnvart órannsökuðum hættum erfðabreyttra matvæla. Eftir margra ára baráttu samtaka neytenda hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið nú viðurkennt pólitíska nauðsyn þess að setja reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla. Í hafti pólitískrar hugmyndafræði, sem lítur á upptöku alls sem evrópskt er sem nánast þjóðarskömm, ákvað ráðuneytið að taka ekki upp reglugerð ESB, en búa þess í stað til sér-íslenska gerð. Sú ákvörðun hlaut að verða vandkvæðum bundin því viðskipti við Evrópu gætu orðið ómöguleg nema íslenska reglugerðin yrði samhljóða hinni evrópsku. Nýja íslenska reglugerðin átti að taka gildi hinn 1. september sl. en örfáum dögum áður frestaði ráðherra gildistöku matvælaþáttar hennar fram í janúar 2012. Hafi frestun stafað af ósamræmi milli reglugerðar ESB og hinnar íslensku gerðar er vanhæfni um að kenna. Annaðhvort mistókst ráðuneytinu að móta reglugerðina með faglegum hætti eða að óframkvæmanleg gerð var vísvitandi samin til þess að fresta mætti gildistöku. Svo fullrar sanngirni sé gætt gagnvart ráðuneytinu hefur það einungis frestað matvælaþætti reglugerðarinnar. Gildistöku ákvæða sem krefjast merkinga á erfðabreyttum matvælum er frestað um fjóra mánuði – en ákvæði sem krefjast merkinga á erfðabreyttu fóðri hafa nú tekið gildi. Ísland er þekkt fyrir ofnæmi gagnvart reglum og lögum, en að opinbert stjórnvald skuli setja rétt búfjár ofar rétti neytenda er skrefi nær spillingu. En eins og máltækið segir: margt er skrýtið í kýrhausnum. Útilokað er að töf þessi stafi af ávæningi um að Bandaríkin hafi hótað Íslendingum málsókn fyrir Alþjóða viðskiptastofnuninni (WTO) ef þeir innleiddu merkingar á erfðabreyttum matvælum. Alkunna er að Bandaríkin hafa notað sendiráð sín um allan heim til slíkra hótana, en jafnþekkt er að WTO hefur aldrei orðið ágengt í kærum gegn Evrópuríkjum vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Íslensk stjórnvöld vita líka að sú ógn er ekki lengur fyrir hendi. Fyrr á þessu ári lét sendinefnd Bandaríkjanna hjá Codex (staðlaráði WHO og FAO) af andstöðu sinni við útgáfu leiðbeininga um merkingar erfðabreyttra matvæla. Hið nýja samkomulag innan Codex felur í sér að ríki sem vilja koma á merkingum erfðabreyttra matvæla þurfa ekki lengur að óttast málsókn gegn sér á vettvangi WTO. Því síður getur ráðuneytið hafa vanmetið heilsufarsáhrif þess að fresta gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir fjórum mánuðum var ráðuneytið upplýst um ritrýndar niðurstöður nýrrar tímamóta heilsufarsrannsóknar við Sherbrooke-háskólasjúkrahúsið í Quebec í Kanada sem birtust í Journal of Reproductive Toxicology. Í rannsókninni fannst Bt-eitur sem splæst er í erfðabreyttar plöntur (gegn skordýrum) í blóði þungaðra kvenna og fóstra sem þær gengu með. Niðurstaða hennar var að eitur þetta kæmi úr erfðabreyttum matvælum vegna þess að mæðurnar neyttu venjulegs kanadísks fæðis, en drjúgur hluti þess inniheldur ómerkt erfðabreytt matvæli. Erfitt er að ímynda sér sterkari vísbendingar um það heilsutjón sem erfðabreytt matvæli geta valdið neytendum – eða sterkari rök fyrir merkingum erfðabreyttra matvæla. Árum saman hafa innflytjendur kvartað yfir því að merkingar erfðabreyttra matvæla hér á landi geri verslun við Bandaríkin erfiðari vegna þess að þar er slíkra merkinga ekki krafist. Frestaði ráðuneytið reglugerðarákvæðum um merkingu erfðabreyttra matvæla til að þóknast örfáum innflytjendum? Ráðuneytið mætti gjarnan minna þá verslunarmenn á að blóð kvenna sem tóku þátt í kanadísku heilsurannsókninni mengaðist af neyslu erfðabreyttra matvæla, að öllum líkindum Bt-maíss sem notaður er í framleiðslu á fjölda bandarískra neysluvara sem finna má í íslenskum stórmörkuðum – m.a. í morgunkorni, kökum og kexi, tómatsósu og grillsósum. Innflytjendur vita að ekki er nauðsynlegt að flytja bandarískar vörur inn frá Bandaríkjunum. Hægt er að fá margar þeirra frá Evrópulöndum þar sem þær eru framleiddar samkvæmt einkaleyfum og innihalda ekki erfðabreytt hráefni, en ef svo væri þá væri þess getið á umbúðum. Ráðherra hefur enga gilda afsökun fyrir frestun ákvæða um merkingar erfðabreyttra matvæla. Annaðhvort lúffar ráðherra fyrir marklausum hótunum innflytjenda eða þá að hann ber ábyrgð á óhæfri smíð reglugerðar sem er óframkvæmanleg. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að öryggi almennings sé sett ofar pólitík. Umrædd frestun er alvarleg fórn þeirrar ábyrgðar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun