Erlent

Tíu ár liðin frá innrásinni í Afganistan

MYND/AP
Tíu ár eru nú liðin frá því Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og sér ekki fyrir endan á átökunum í landinu.

Hershöfðinginn Stanley McChrystal  sem um tíma stjórnaði aðgerðum hersins í landinu áður en hann hrökklaðist úr starfinu vegna blaðaviðtals sagði á ráðstefnu í gær að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra séu varla komnir hálfa leiðina að þeim markmiðum sem þeir hafi sett sér í landinu.

Átökin í Afganistan hafa staðið lengur en stíðið í Víetnam og því er um lengsta stríð í sögu Bandaríkjanna að ræða. Á síðustu fimm árum hafa rúmlega 10 þúsund óbreyttir borgarar farist í átökum og 2500 hermenn alþjóðaliðsins hafa fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×