Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda 25. janúar 2011 21:00 „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu. Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
„Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu.
Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira