Erlent

Háttsettur stjórnandi Al-Qaeda drepinn

Anwar al-Awlaki var talinn sérstök ógn vegna vestræns bakgrunnar síns.
Anwar al-Awlaki var talinn sérstök ógn vegna vestræns bakgrunnar síns.
Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytinu í Jemen kemur fram að Anwar al-Awlaki hafi fallið í loftárás nú fyrir stuttu. Awlaki var hátt settur meðlimu Al-Qaeda og var efstur lista Bandaríkjanna um eftirlýsta hryðuverkamenn. Loftárásin átti sér stað í austurhluta Jemen.

Awlaki var tengdur mörgum hryðuverkaárásum síðustu ára, einna helst árásunum á tvíburaturnana árið 2001. Awlaki bjó í Bandaríkjunum á sínum tíma og talaði ensku reiprennandi. Hann var því mikilvægur tengiliður milli Al-Qaeda og annarra hryðuverkahópa.

Andlát Awlaki er enn annað áfall sem Al-Qaeda sem verður fyrir á stuttum tíma en Osama bin-Laden var myrtur af sérsveit Bandaríkjanna í Pakistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×