Erlent

Yfirvöld í Myanmar hlusta á mótmælendur

Thein Sein, forseti Myanmar, fann sig knúinn til að fresta virkjunarframkvæmdum.
Thein Sein, forseti Myanmar, fann sig knúinn til að fresta virkjunarframkvæmdum. mynd/AFP
Yfirvöld í Myanmar ákváðu fyrir stuttu að fresta byggingu á vatnsaflsvirkjun þar í landi. Ákvörðunin var tekin eftir kröftugar mótbárur almennings. Mótmæli af þessum toga eru afar sjaldgæf í Myanmar. Talið er að íbúar landsins séu nú fyrsta að kynnast því hversu langt frelsi þeirra nær, en núverandi ríkisstjórn Myanmar er nær eingöngu setin af yfirmönnum herafla landsins.

Í kjölfar frestunarinnar sagði forseti Myanmar, Thein Sein, að virkjunin yrði ekki reist á meðan sitjandi ríkisstjórn væri við völd. Áætlað var að virkjunin yrði reist í norðurhluta Myanmar og bæri heitið Myitsone. Kínverjar voru miklir stuðningsmenn virkjunarinnar. Sein sagði ríkisstjórn sína fá völd frá almenningi og ef almenningur vilji ekki virkjunina þá yrði hann að hlusta.

Mótmælendur töldu að allt að 10.000 manns þyrfti að flytja til og að náttúran í norðurhluta Myanmar væri ein sú fjölbreyttasta á jarðríki. Íbúar Myanmar hafi svo áratugum skiptir þurft að þola harðvítuga stjórnarbaráttu og mannréttindabrot. Virkjunin talin vera táknmynd fyrir baráttu þjóðarinar fyrir frelsi frá utanaðkomandi öflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×