Umhverfisfræðingur óttast eiturefni í gömlum húsum 31. janúar 2011 16:15 Margir þekkja til hættu af asbestryki við niðurrif, enda er efnið afar eitrað. Það á einnig við um PCB-efnin sem lengi voru notuð í iðnaði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. fréttablaðið/gva Engin rannsókn hefur farið fram á því hversu mikið af PCB-eiturefnum kann að leynast í gömlum byggingum hérlendis. Mjög langt er gengið á Norðurlöndunum við að uppræta efnin og er viðhafður mikill viðbúnaður til að komast hjá því að þau sleppi út og valdi skaða á umhverfinu. Sérstök hætta er talin steðja að byggingaverkamönnum sem sjá um niðurrif eða viðhald bygginga, en návist við efnin hefur mikla heilsufarsáhættu í för með sér. „Það getur vel verið að PCB í byggingum sé ekkert vandamál á Íslandi. En efnið var samt notað hér á sínum tíma, og meðan ekki hefur verið sýnt fram á að það finnist ekki í skaðlegu magni er ástæða til að óttast að svo sé,“ skrifar Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, á bloggsíðu sinni. Hann segir að PCB geti leynst víða í gömlum byggingum, svo sem í lími og þéttingum í tvöföldu gleri sem var notað hér á þeim tíma sem slíkar vörur innihéldu verulegt magn af PCB, eða um áratugaskeið fyrir 1980. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, metur málið með sama hætti. Hann segir að engin ástæða sé til að ætla að minna sé af PCB-spilliefnunum í íslenskum húsum frá þessu árabili en erlendis. Hann tekur undir að lítið sé vitað um tilvist efnanna. Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustuháttadeildar Vinnueftirlitsins, telur ekki að mikil mengun sé af PCB-efnum þegar gamlar byggingar eru rifnar. „Við höfum ekki talið ástæðu til að gera mikið mál úr þessu. Það er lítil hætta á þessari mengun þegar verið er að fjarlægja byggingarefnin, að mínu mati.“ Víðir vitnar þar til finnskra mælinga á PCB við niðurrif gamalla bygginga. Hann gerir hins vegar ekki lítið úr því að fyrirbyggjandi aðgerðir séu viðhafðar við framkvæmdir, en það byggi á mati á mengunarhættu á hverjum stað. Stefán kannaði hugsanlega hættu á PCB-mengun árið 2004. Hans útreikningar sýndu að hérlendis gætu tugir tonna af PCB leynst í byggingum sem reistar voru eða endurbættar á árunum 1956-1980. „Á nýliðnum uppgangsárum í byggingariðnaði held ég að meira hafi verið lagt upp úr því að vinna verkin hratt en að fást við smáatriði á borð við eiturefni. Á sama tíma og danskir iðnaðarmenn klæðast geimfarabúningum við þessa vinnu óttast ég að íslenskir kollegar þeirra gangi vasklegar til verks, berhentir og rykgrímulausir.“- shá Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Engin rannsókn hefur farið fram á því hversu mikið af PCB-eiturefnum kann að leynast í gömlum byggingum hérlendis. Mjög langt er gengið á Norðurlöndunum við að uppræta efnin og er viðhafður mikill viðbúnaður til að komast hjá því að þau sleppi út og valdi skaða á umhverfinu. Sérstök hætta er talin steðja að byggingaverkamönnum sem sjá um niðurrif eða viðhald bygginga, en návist við efnin hefur mikla heilsufarsáhættu í för með sér. „Það getur vel verið að PCB í byggingum sé ekkert vandamál á Íslandi. En efnið var samt notað hér á sínum tíma, og meðan ekki hefur verið sýnt fram á að það finnist ekki í skaðlegu magni er ástæða til að óttast að svo sé,“ skrifar Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, á bloggsíðu sinni. Hann segir að PCB geti leynst víða í gömlum byggingum, svo sem í lími og þéttingum í tvöföldu gleri sem var notað hér á þeim tíma sem slíkar vörur innihéldu verulegt magn af PCB, eða um áratugaskeið fyrir 1980. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, metur málið með sama hætti. Hann segir að engin ástæða sé til að ætla að minna sé af PCB-spilliefnunum í íslenskum húsum frá þessu árabili en erlendis. Hann tekur undir að lítið sé vitað um tilvist efnanna. Víðir Kristjánsson, deildarstjóri efna- og hollustuháttadeildar Vinnueftirlitsins, telur ekki að mikil mengun sé af PCB-efnum þegar gamlar byggingar eru rifnar. „Við höfum ekki talið ástæðu til að gera mikið mál úr þessu. Það er lítil hætta á þessari mengun þegar verið er að fjarlægja byggingarefnin, að mínu mati.“ Víðir vitnar þar til finnskra mælinga á PCB við niðurrif gamalla bygginga. Hann gerir hins vegar ekki lítið úr því að fyrirbyggjandi aðgerðir séu viðhafðar við framkvæmdir, en það byggi á mati á mengunarhættu á hverjum stað. Stefán kannaði hugsanlega hættu á PCB-mengun árið 2004. Hans útreikningar sýndu að hérlendis gætu tugir tonna af PCB leynst í byggingum sem reistar voru eða endurbættar á árunum 1956-1980. „Á nýliðnum uppgangsárum í byggingariðnaði held ég að meira hafi verið lagt upp úr því að vinna verkin hratt en að fást við smáatriði á borð við eiturefni. Á sama tíma og danskir iðnaðarmenn klæðast geimfarabúningum við þessa vinnu óttast ég að íslenskir kollegar þeirra gangi vasklegar til verks, berhentir og rykgrímulausir.“- shá
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira