„Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann" SB skrifar 31. janúar 2011 13:24 Frá aðalmeðferðinni í dag. Á myndinni sést þriðji drengurinn á leið inn í salinn. Viktor og Axel komu síðar. Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira