„Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann" SB skrifar 31. janúar 2011 13:24 Frá aðalmeðferðinni í dag. Á myndinni sést þriðji drengurinn á leið inn í salinn. Viktor og Axel komu síðar. Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
Aðalmeðferð fer nú fram í máli sem höfðað hefur verið gegn Viktori Má Axelssyni og Axel Karli Gíslasyni sem ákærðir hafa verið fyrir að ráðast á karlmann á sjötugsaldri, eiginkonu hans og dóttur þeirra við heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ í byrjun maí á síðasta ári. Mennirnir, sem afplána nú dóm fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni þar sem ráðist var inn á heimili úrsmiðs og honum haldið föngnum ásamt konu sinni, voru færðir í dómsal í járnum. Fyrir dóminn kom einnig þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist að lögreglumönnum og hótað þeim lífláti. Við aðalmeðferðina í dag kom fram að mennirnir hefðu verið á ferð í Reykjanesbæ til þess að að innheimta 30 þúsund krónur sem barnabarn mannsins á að hafa skuldað kærustu annars þeirra. Þeir eru sagðir hafa ógnað afa mannsins með hnífi og kýlt og sparkað ítrekað í líkama hans. Þá hafi þeir veist að dóttur mannsins og kýlt hana og jafnframt ráðist að eiginkonu mannsins. Þeir eru einnig ákærðir fyrir að hóta manninum lífláti. Þeir Axel Karl og Viktor Már lýsa atburðarásinni á annan veg en saksóknarinn. Þeir játa að hafa ætlað að innheimta skuldina en segja húsráðandann hafa átt upptökin að átökunum. „Kallinn sló mig í hnakkann, ég sneri mér við og bombaði í hann," sagði Axel Karl meðal annars við aðalmeðferðina. Framburður mannanna stangaðist oft á. Mörgu af því sem þeir játuðu við fyrirtöku neituðu þeir í dag eða sögðust oft lítið muna eftir því sem gerðist. Eftir árásina í Njarðvík voru mennirnir handteknir við verslun Samkaupa í Reykjanesbæ. Þar höfðu þeir ætlað að hitta eldri bróðir drengsins sem skuldaði þeim pening. Í ákæru kom fram að lögregla hefði fundið öxi, hamar og hníf á Axel en hann sagði öxina og hamarinn hafa legið þarna af tilviljun. Axel Karl er jafnframt ákærður fyrir tilraun til fjárkúgunar og játaði hann að hafa hótað drengnum sem var verið að handrukka að skuldin, sem átti að hafa numið 30 þúsund krónum, myndi hækka upp í 60 þúsund ef hann myndi ekki borga innan 20 mínútna.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira