Merkingarlaus stjórnarskrá Sigurður Lîndal skrifar 31. janúar 2011 09:03 Ég veit það að íhaldið er órólegt af því þeir vilja ekki stjórnlagaþing. Þeir eru skíthræddir um það að þá komi inn ákvæði sem þjóðin hefur lengi kallað eftir og barist fyrir. Það er að auðlindirnar verði þjóðareign." Þannig birtust meðal annars viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir ályktun Hæstaréttar um að kosningar til fyrirhugaðs stjórnlagaþings væru ógildar. Þessi orð "auðlindirnar verði þjóðareign" og önnur áþekk eru ein helztu tízkuorð stjórnmálaumræðunnar nú um stundir og er þar einkum átt við jarðhita, vatnsafl og nytjastofna á Íslandsmiðum. En um hvað er verið að tala; hvað merkir þetta orð: "þjóðareign"? - Nú eru lendur og lóðir margar í einkaeign, einnig eru víðlend svæði eign ríkis og sveitarfélaga. Auðlindir sem þar er að finna eru eign eigandans, hvort heldur einkaaðila, ríkis eða sveitarfélags. Með veiðireynslu öfluðu menn sér upphaflega veiðiréttinda með námi eða töku á eigendalausum verðmætum - fiski - sem síðar voru nánar afmörkuð með lögum þegar nauðsynlegar reyndist að takmarka sókn í nytjastofnana. Þessi réttindi njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar a.m.k. sem atvinnuréttindi, jafnvel bein eignarréttindi að sumra mati. Þessu hefur aldrei verið andmælt með lagalegum rökum. Orðið þjóðareign í þessu samhengi er þannig merkingarlaust í lögfræðilegum skilningi. Ef nota á það í víðtækari merkingu - eins og Íslendingar "eigi" landið, tunguna og fornbókmenntirnar - er það ónothæft í lagatextum og allri rökræðu. Merkingarlaus orð eða margræð einkenna mjög alla stjórnmálaumræðu á Íslandi og hafa lengi gert. Í skjóli merkingarleysisins þrífst óstjórn og spilling bæði í stjórnmálum og atvinnulífi - ekki sízt í viðskiptum - og til hennar má rekja margvíslegan ófarnað. Stundum hefur verið látið að því liggja að hrunið 2008 megi rekja til stjórnarskrár lýðveldisins og því verði að setja nýja og með því megi byggja upp nýtt Ísland. Allt eru þetta draumórar sem dylja vandann. Orsakir hrunsins eru margvíslegar, en enginn vafi er á að sú merkingarlausa orðræða sem einkennir stjórnmálaumræðuna á þar drjúgan þátt og henni að baki þrífist stjórnarhættir sem bjóða heim óvissu og aðhaldsleysi bæði í landstjórn og lagaframkvæmd. Þegar hugað er að orðum forsætisráðherra um þjóðareign á auðlindunum sem virðist helzta baráttumál hennar, verður ekki annað ályktað en fella eigi hina merkingarlausu orðræðu stjórnmálanna inn í ákvæði stjórnarskrárinnar og síðan fylgi ámóta yfirlýsingar eftir. Með því er verið að veita þessari orðræðu sérstaka vernd, þannig að stjórnmálamenn, hvernig sem þeir eru þenkjandi, geti haldið henni áfram í skjóli stjórnarskrárinnar með þeim afleiðingum sem þegar hefur verið lýst. Á þetta að vera til leiðsagnar við endurreisn Íslands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég veit það að íhaldið er órólegt af því þeir vilja ekki stjórnlagaþing. Þeir eru skíthræddir um það að þá komi inn ákvæði sem þjóðin hefur lengi kallað eftir og barist fyrir. Það er að auðlindirnar verði þjóðareign." Þannig birtust meðal annars viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir ályktun Hæstaréttar um að kosningar til fyrirhugaðs stjórnlagaþings væru ógildar. Þessi orð "auðlindirnar verði þjóðareign" og önnur áþekk eru ein helztu tízkuorð stjórnmálaumræðunnar nú um stundir og er þar einkum átt við jarðhita, vatnsafl og nytjastofna á Íslandsmiðum. En um hvað er verið að tala; hvað merkir þetta orð: "þjóðareign"? - Nú eru lendur og lóðir margar í einkaeign, einnig eru víðlend svæði eign ríkis og sveitarfélaga. Auðlindir sem þar er að finna eru eign eigandans, hvort heldur einkaaðila, ríkis eða sveitarfélags. Með veiðireynslu öfluðu menn sér upphaflega veiðiréttinda með námi eða töku á eigendalausum verðmætum - fiski - sem síðar voru nánar afmörkuð með lögum þegar nauðsynlegar reyndist að takmarka sókn í nytjastofnana. Þessi réttindi njóta verndar eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar a.m.k. sem atvinnuréttindi, jafnvel bein eignarréttindi að sumra mati. Þessu hefur aldrei verið andmælt með lagalegum rökum. Orðið þjóðareign í þessu samhengi er þannig merkingarlaust í lögfræðilegum skilningi. Ef nota á það í víðtækari merkingu - eins og Íslendingar "eigi" landið, tunguna og fornbókmenntirnar - er það ónothæft í lagatextum og allri rökræðu. Merkingarlaus orð eða margræð einkenna mjög alla stjórnmálaumræðu á Íslandi og hafa lengi gert. Í skjóli merkingarleysisins þrífst óstjórn og spilling bæði í stjórnmálum og atvinnulífi - ekki sízt í viðskiptum - og til hennar má rekja margvíslegan ófarnað. Stundum hefur verið látið að því liggja að hrunið 2008 megi rekja til stjórnarskrár lýðveldisins og því verði að setja nýja og með því megi byggja upp nýtt Ísland. Allt eru þetta draumórar sem dylja vandann. Orsakir hrunsins eru margvíslegar, en enginn vafi er á að sú merkingarlausa orðræða sem einkennir stjórnmálaumræðuna á þar drjúgan þátt og henni að baki þrífist stjórnarhættir sem bjóða heim óvissu og aðhaldsleysi bæði í landstjórn og lagaframkvæmd. Þegar hugað er að orðum forsætisráðherra um þjóðareign á auðlindunum sem virðist helzta baráttumál hennar, verður ekki annað ályktað en fella eigi hina merkingarlausu orðræðu stjórnmálanna inn í ákvæði stjórnarskrárinnar og síðan fylgi ámóta yfirlýsingar eftir. Með því er verið að veita þessari orðræðu sérstaka vernd, þannig að stjórnmálamenn, hvernig sem þeir eru þenkjandi, geti haldið henni áfram í skjóli stjórnarskrárinnar með þeim afleiðingum sem þegar hefur verið lýst. Á þetta að vera til leiðsagnar við endurreisn Íslands?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun