Komið að skuldadögum hjá Reykjanesbæ 5. janúar 2011 08:44 „Eytt hefur um efni fram og nú er komið að skuldadögum," segir í bókun sem fulltrúar Samfylkingar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær þar sem fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2011 var samþykkt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins en minnihlutinn sat hjá. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, þau Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson, lögðu fram bókun við þetta tilefni þar sem segir meðal annars að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið sem nú er hafið sé einsdæmi í sögu bæjarfélagsins vegna þess niðurskurðar sem henni fylgir. „Ljóst er að niðurskurður í öllum málaflokkum er staðreynd þrátt fyrir gefin loforð sjálfstæðismanna um annað og að fjárhagsstaða Reykjanesbæjar og tengdra fyrirtækja er með þeim hætti að ekki verður við unað," segir í bókuninni. Þar kemur ennfremur fram að Reykjanesbær skuldar án samstæðu 29 milljarða eða eða 400% af tekjum Skuldir bæjarsjóðs hafa meira en fimmfaldast frá 2002. Þær voru rúmlega 5 miljarðar en eru nú árið 2011 rúmlega 29 miljarðar. Reykjanesbær skuldar með samstæðu 42 milljarða Þar vegur mest fimmföldun skulda Reykjaneshafnar frá 2002 . Árið 2002 voru skuldir hafnarinnar 1,2 milljarðar en eru nú tæplega 6 milljarðar. „Afleiðingar viðvarandi rekstrarhalla sjálfstæðismanna á bæjarsjóði Reykjanesbæjar síðustu árin munu nú skella á íbúum bæjarins af fullum þunga á árinu 2011 með minni þjónustu og hærri álögum," segir í bókun fulltrúa Samfylkingar. Þeir benda á að skýrt kemur fram í lögum að þegar sveitarfélög geta ekki lengur staðið í skilum skuli leita aðstoðar Sveitastjórnarráðuneytisins sem getur heimilað jöfnunarsjóði sveitarfélaga að veita bæjarsjóði styrk eða lán. Þá vekja þeir athygli á þeirri hugmynd sem þeir lögðu fram í septemberbyrjun um að rannsóknarnefnd þriggja óháðra sérfræðinga verði skipuð til að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjanesbæjar. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Eytt hefur um efni fram og nú er komið að skuldadögum," segir í bókun sem fulltrúar Samfylkingar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær þar sem fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2011 var samþykkt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins en minnihlutinn sat hjá. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, þau Friðjón Einarsson, Guðný Kristjánsdóttir og Eysteinn Eyjólfsson, lögðu fram bókun við þetta tilefni þar sem segir meðal annars að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið sem nú er hafið sé einsdæmi í sögu bæjarfélagsins vegna þess niðurskurðar sem henni fylgir. „Ljóst er að niðurskurður í öllum málaflokkum er staðreynd þrátt fyrir gefin loforð sjálfstæðismanna um annað og að fjárhagsstaða Reykjanesbæjar og tengdra fyrirtækja er með þeim hætti að ekki verður við unað," segir í bókuninni. Þar kemur ennfremur fram að Reykjanesbær skuldar án samstæðu 29 milljarða eða eða 400% af tekjum Skuldir bæjarsjóðs hafa meira en fimmfaldast frá 2002. Þær voru rúmlega 5 miljarðar en eru nú árið 2011 rúmlega 29 miljarðar. Reykjanesbær skuldar með samstæðu 42 milljarða Þar vegur mest fimmföldun skulda Reykjaneshafnar frá 2002 . Árið 2002 voru skuldir hafnarinnar 1,2 milljarðar en eru nú tæplega 6 milljarðar. „Afleiðingar viðvarandi rekstrarhalla sjálfstæðismanna á bæjarsjóði Reykjanesbæjar síðustu árin munu nú skella á íbúum bæjarins af fullum þunga á árinu 2011 með minni þjónustu og hærri álögum," segir í bókun fulltrúa Samfylkingar. Þeir benda á að skýrt kemur fram í lögum að þegar sveitarfélög geta ekki lengur staðið í skilum skuli leita aðstoðar Sveitastjórnarráðuneytisins sem getur heimilað jöfnunarsjóði sveitarfélaga að veita bæjarsjóði styrk eða lán. Þá vekja þeir athygli á þeirri hugmynd sem þeir lögðu fram í septemberbyrjun um að rannsóknarnefnd þriggja óháðra sérfræðinga verði skipuð til að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjanesbæjar.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira