Lífið

Hætt að dópa

Amy Winehouse. MYND/Cover Media
Amy Winehouse. MYND/Cover Media

Breska söngkonan Amy Winehouse, 27 ára, segist halda sig algjörlega frá dópinu.

Amy, sem var lögð í skyndi á spitala árið 2007 eftir að hún tók of stóran eiturlyfjaskammt hefur haldið sig frá dópinu í bráðum þrjú ár.

„Ég er allt önnur núna. Ég er heilsuhraustari og er hætt að dópa. Ég hef ekki notað eiturlyf í þrjú ár. Þetta var ekki eins erfitt og ég hélt," sagði Amy.

„Ég vaknaði einn daginn og hugsaði með mér: Ég vil ekki gera þetta lengur. Aldrei aftur!" sagði hún.

Amy er á föstu með leikstjóranum RegTraviss en þau byrjuðu saman fyrr á þessu ári og hafa foreldrar söngkonunnar lagt blessun sína yfir sambandið en þau voru ekki ánægð með fyrrum eiginmann Winehouse, Blake Fielder-Civil, og kenndu honum um ófarir dóttur sinnar. Reg Traviss virðist hafa betri áhrif á Winehouse enn sem komið er þrátt fyrir að þau hætti saman með vissu millibili. Í dag eru þau par.

Amy segist vilja einblína á framtíðina með réttu hugarfari. Hana langar vissulega að eignast fjölskyldu en börn ætlar hún ekki að eignast alveg strax.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.