Krabbamein hjá körlum Laufey Tryggvadóttir skrifar 6. mars 2010 06:00 Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Árlega greinast hér á landi að meðaltali 716 karlar með krabbamein. Þessi mein eru af margvíslegum toga og horfurnar eru mjög ólíkar eftir meinum og eftir því á hvaða stigi þau greinast. Mynd 1 sýnir breytingar á nýgengi allra meina hjá körlum, en aldursstaðlað nýgengi gefur til kynna hve margir greinast með krabbamein árlega eftir að leiðrétt hefur verið fyrir íbúafjölda og aldursdreifingu. Einnig eru sýndar breytingar á dánartíðni. Þótt nýgengið hafi aukist jafnt og þétt hefur dánartíðnin ekki aukist heldur hefur hún lækkað síðustu árin. Árlega deyja að meðaltali 278 karlar af völdum krabbameina og nú eru á lífi á Íslandi yfir 4.500 karlar sem hafa einhvern tíma greinst með krabbamein, þrátt fyrir að meðalaldur við greiningu sé nokkuð hár, eða 67 ár. Stór hluti karla læknast af sínum meinum og horfurnar hafa stöðugt batnað frá því að krabbameinsskráning hófst á landinu, eins og sést á mynd 2. Síðustu árin er fimm ára lifun miðað við jafnaldra orðin yfir 60% og lifunin er enn betri hjá konum. Þessa mynd og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu Krabbameinsskrár Íslands (www.krabbameinsskra.is) og á heimasíðu Krabbameinsfélagsins (www.krabb.is). Krabbamein í eistum eru sérstök að því leyti að þau eru mun tíðari hjá ungum körlum en þeim sem eldri eru, og er mikilvægt að bregðast fljótt við einkennum því þá er árangur meðferðar mjög góður. Árlega greinast um tíu karlar með þetta mein á Íslandi. Blöðruhálskirtilskrabbamein eru tæpur þriðjungur allra krabbameina hjá körlum. Árlega greinast nú um 220 karlar, en nýgengið hefur sexfaldast síðustu 50 árin. Dánartíðnin hefur hins vegar aðeins tvöfaldast á sama tímabili og horfur sjúklinga hafa því batnað mikið. Fimm ára lífshorfur þeirra sem greinast eru í heildina góðar, eða yfir 80% af því sem búast má við meðal jafnaldra. Horfurnar eru bestar hjá þeim sjúklingum sem greinast með meinið á fyrstu stigum, þ.e. áður en meinið hefur náð að dreifa sér, eins og gildir almennt um krabbamein. Meðalaldur við greiningu krabbameins í blöðruhálskirtli er rúmlega 70 ár og nú eru á lífi yfir 1.650 karlar sem hafa greinst með þetta mein. Þótt nýgengi lungnakrabbameina hjá körlum sé talsvert lægra en nýgengi krabbameina í blöðruhálskirtli er dánartíðnin hærri. Árlega greinast um 77 karlar og 64 deyja af völdum sjúkdómsins. Lungnakrabbamein eru í hópi örfárra krabbameina þar sem meginorsök er þekkt, en 80-90% þeirra orsakast af tóbaksreykingum. Lungnakrabbamein eru algengasta dánarorsök af völdum krabbameina meðal vestrænna þjóða. Fram til um 1980 var mikil og stöðug aukning á nýgengi og dánartíðni á Íslandi, en þá stöðvaðist hún vegna hins merka árangurs tóbaksvarna og síðustu árin hefur tíðnin farið lækkandi. Krabbamein í ristli og endaþarmi eru rúm 10% illkynja æxla á Íslandi. Þau eru meðal tíðustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum og eru algeng dánarorsök af völdum krabbameins. Þau eru heldur algengari hjá körlum en konum, en á árunum 2004-2008 greindust að meðaltali 75 karlar og 62 konur á ári. Þrátt fyrir vaxandi nýgengi síðustu áratugina hefur dánartíðni af völdum sjúkdómsins heldur lækkað. Fyrst og fremst er það talið stafa af því að nú orðið greinist sjúkdómurinn fyrr en áður. Margt bendir til þess að krabbamein hjá körlum séu oft lengra gengin en hjá konum þegar þau greinast. Því er mikilvægt að karlar dragi ekki að fara til læknis ef þeir finna eða sjá einkenni sem gætu bent til þess að krabbamein væru í uppsiglingu. Dæmi um góðan árangur slíkrar árvekni er lækkandi dánartíðni vegna sortuæxla hjá yngra fólki, sem er duglegt að láta fylgjast með breytingum á fæðingarblettum. Það má sjá að við erum á réttri braut því dánartíðni af völdum krabbameina hefur farið lækkandi hjá körlum jafnt og hjá konum, og horfur hafa stöðugt batnað. Þennan góða árangur má eflaust bæði rekja til þeirra framfara sem orðið hafa í meðferð sjúklinga, til betri greiningarmöguleika og til aukinna forvarna gegn krabbameinum á ýmsum sviðum. Má þar nefna að mjög hefur dregið úr reykingum, heldur hefur dregið úr notkun ljósabekkja, fleiri stunda líkamsrækt, jákvæðar breytingar hafa orðið á mataræði með aukinni neyslu ávaxta og grænmetis og að svo virðist sem árvekni hafi aukist gagnvart einkennum eða merkjum um fyrstu stig krabbameins.Höfundur er framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun