Borða níu milljónir mandarína um jólin 16. desember 2010 06:00 Flestar mandarínur sem seldar eru hér á landi í kringum hátíðarnar koma frá Spáni. Uppskerutími þar í landi er í byrjun desember og er það talin ástæðan fyrir þeirri hefð sem hefur skapast fyrir neyslu þessa ávaxtar á þessum tíma á heimilum Íslendinga. Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. Hver Íslendingur borðar að meðaltali um 25 til 30 mandarínur í kringum hátíðarnar í ár. Innflutningsaðilarnir Bananar ehf. og Búr ehf. flytja inn um 800 tonn af mandarínum á tímabilinu frá lokum nóvember til áramóta og koma þær flestallar frá Valencia á Spáni. Dreifingaraðilinn Mata hf., systurfélag Matfugls ehf., flytur einnig inn mandarínur hingað til lands en vildi ekki gefa upplýsingar um heildarmagn innflutnings. Í nóvember og desember 2009 voru rúm 650 tonn flutt inn, þannig að aukningin á milli ára er töluverð. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sem flytja inn Robin-mandarínur, segir þá hefð hafa skapast hér á landi á síðustu tveimur áratugum að hafa mandarínur á borðum í kringum hátíðarnar. „Það virðast hafa skapast tengsl á milli hefða og uppskerutíma erlendis, þá sérstaklega á Spáni,“ segir Kjartan. Bananar ehf. taka á móti fjórum gámum af mandarínum frá Spáni í hverri viku á þessu tímabili. Kjartan segir fyrstu afbrigði tímabilsins oft ekki eins góð og í desember, þegar mandarínurnar eru þroskaðri. En þótt hefð fyrir mandarínum hafi skapast í kringum jól eru klementínur, sem eru afbrigði af mandarínum og eru algengastar hér á landi, fáanlegar allt árið um kring. Kjartan segir þó bestu uppskeruna vera í kringum hátíðarnar. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sem einnig flytur inn mandarínur, segir söluna hafa farið mjög vel af stað í ár. „Þetta er um tuttugu prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gæðin eru meiri og það er ánægjulegt að sjá að fólk er að kaupa þetta, þótt kaupgeta þess sé að minnka.“ Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru teknar af trjánum á Spáni þar til þeim er stillt upp í búðarhillum Íslendinga. sunna@frettabladid.is Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. Hver Íslendingur borðar að meðaltali um 25 til 30 mandarínur í kringum hátíðarnar í ár. Innflutningsaðilarnir Bananar ehf. og Búr ehf. flytja inn um 800 tonn af mandarínum á tímabilinu frá lokum nóvember til áramóta og koma þær flestallar frá Valencia á Spáni. Dreifingaraðilinn Mata hf., systurfélag Matfugls ehf., flytur einnig inn mandarínur hingað til lands en vildi ekki gefa upplýsingar um heildarmagn innflutnings. Í nóvember og desember 2009 voru rúm 650 tonn flutt inn, þannig að aukningin á milli ára er töluverð. Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., sem flytja inn Robin-mandarínur, segir þá hefð hafa skapast hér á landi á síðustu tveimur áratugum að hafa mandarínur á borðum í kringum hátíðarnar. „Það virðast hafa skapast tengsl á milli hefða og uppskerutíma erlendis, þá sérstaklega á Spáni,“ segir Kjartan. Bananar ehf. taka á móti fjórum gámum af mandarínum frá Spáni í hverri viku á þessu tímabili. Kjartan segir fyrstu afbrigði tímabilsins oft ekki eins góð og í desember, þegar mandarínurnar eru þroskaðri. En þótt hefð fyrir mandarínum hafi skapast í kringum jól eru klementínur, sem eru afbrigði af mandarínum og eru algengastar hér á landi, fáanlegar allt árið um kring. Kjartan segir þó bestu uppskeruna vera í kringum hátíðarnar. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, sem einnig flytur inn mandarínur, segir söluna hafa farið mjög vel af stað í ár. „Þetta er um tuttugu prósenta aukning frá því í fyrra,“ segir hann. „Ástæðan er sú að gæðin eru meiri og það er ánægjulegt að sjá að fólk er að kaupa þetta, þótt kaupgeta þess sé að minnka.“ Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru teknar af trjánum á Spáni þar til þeim er stillt upp í búðarhillum Íslendinga. sunna@frettabladid.is
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira