Styttri aðgangur hærra orkuverð 15. september 2010 06:00 Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps þar sem meðal annars mun vera lagt upp með að stytta leyfilegan samningstíma varðandi afnotarétt af náttúruauðlindum í jarðhita og vatnsafli, í opinberri eigu. Samkvæmt lögum frá árinu 2008 er hámarkstími slíkra samninga nú 65 ár, en semja má um framlengingu að samningstímanum hálfnuðum (og þá aftur mest til 65 ára, heildarsamningstíminn getur því mestur orðið samtals 97,5 ár). Vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir hafa langan líftíma sem lengja má með reglulegu viðhaldi. Fjárfestingin er hins vegar mikil í upphafi. Ljóst er að styttri nýtingartími á auðlindinni hefur í för með sér hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð. Þetta má setja upp í einfalt tilbúið dæmi, en í töflunni hér til hliðar má sjá hvaða áhrif stytting nýtingartímans myndi væntanlega hafa á orkuverð ef viðkomandi virkjun ætti að geta borið sig. Við miðum hér við litla jarðvarmavirkjun með 10 megavatta (MW) uppsettu afli og gefum okkur að byggingarkostnaður sé um 2,2 milljónir dollara fyrir hvert MW, eða tæpar 260 milljónir króna á genginu 118. Nýtingarhlutfall virkjunarinnar er áætlað 63% (framleiðsla fyrir almennan markað), rekstrar- og viðhaldskostnaður er áætlaður 2% af fjárfestingunni, veginn fjármagnskostnaður er áætlaður 7,5% (sem um leið er þá lágmarksarðsemiskrafa) og loks er verðbólga á líftíma virkjunarinnar áætluð 2,5%. Til þess að hægt sé að afskrifa þessa virkjun á 65 ára tímabili þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 2,82 krónur á kílóvattstund (kWst). Ef við hins vegar styttum líftíma virkjunarinnar niður í 40 ár þá þarf þetta sama orkuverð, að öðrum forsendum óbreyttum, að vera að minnsta kosti 3,08 krónur per kWst, eða 9,2% hærra. Sé líftíminn enn styttur niður í 30 ár þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 3,39 krónur, 20,2% hærra en ef líftíminn væri 65 ár.Njótum ódýrrar orkuVið Íslendingar njótum einhvers lægsta raforkuverðs sem þekkist á Vesturlöndum. Á dögunum kom þannig fram að eftir að boðaðar gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur taka gildi mun raforkukostnaður í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna eftir sem áður verða frá 28% (í Helsinki) til 203% (í Kaupmannahöfn) hærri en hjá íbúum á veitusvæði Orkuveitunnar, miðað við sömu raforkunotkun. Ef borinn er saman húshitunarkostnaður milli þessara sömu höfuðborga er munurinn enn meiri, Íslendingum í hag. Þessi lági orkukostnaður er hins vegar ekki sjálfgefinn. Stytting leyfilegs samningstíma um aðgang að orkuauðlindum þýðir að sjálfsögðu hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð til heimila, fyrirtækja og stofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps þar sem meðal annars mun vera lagt upp með að stytta leyfilegan samningstíma varðandi afnotarétt af náttúruauðlindum í jarðhita og vatnsafli, í opinberri eigu. Samkvæmt lögum frá árinu 2008 er hámarkstími slíkra samninga nú 65 ár, en semja má um framlengingu að samningstímanum hálfnuðum (og þá aftur mest til 65 ára, heildarsamningstíminn getur því mestur orðið samtals 97,5 ár). Vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir hafa langan líftíma sem lengja má með reglulegu viðhaldi. Fjárfestingin er hins vegar mikil í upphafi. Ljóst er að styttri nýtingartími á auðlindinni hefur í för með sér hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð. Þetta má setja upp í einfalt tilbúið dæmi, en í töflunni hér til hliðar má sjá hvaða áhrif stytting nýtingartímans myndi væntanlega hafa á orkuverð ef viðkomandi virkjun ætti að geta borið sig. Við miðum hér við litla jarðvarmavirkjun með 10 megavatta (MW) uppsettu afli og gefum okkur að byggingarkostnaður sé um 2,2 milljónir dollara fyrir hvert MW, eða tæpar 260 milljónir króna á genginu 118. Nýtingarhlutfall virkjunarinnar er áætlað 63% (framleiðsla fyrir almennan markað), rekstrar- og viðhaldskostnaður er áætlaður 2% af fjárfestingunni, veginn fjármagnskostnaður er áætlaður 7,5% (sem um leið er þá lágmarksarðsemiskrafa) og loks er verðbólga á líftíma virkjunarinnar áætluð 2,5%. Til þess að hægt sé að afskrifa þessa virkjun á 65 ára tímabili þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 2,82 krónur á kílóvattstund (kWst). Ef við hins vegar styttum líftíma virkjunarinnar niður í 40 ár þá þarf þetta sama orkuverð, að öðrum forsendum óbreyttum, að vera að minnsta kosti 3,08 krónur per kWst, eða 9,2% hærra. Sé líftíminn enn styttur niður í 30 ár þarf orkuverðið að vera að minnsta kosti 3,39 krónur, 20,2% hærra en ef líftíminn væri 65 ár.Njótum ódýrrar orkuVið Íslendingar njótum einhvers lægsta raforkuverðs sem þekkist á Vesturlöndum. Á dögunum kom þannig fram að eftir að boðaðar gjaldskrárhækkanir Orkuveitu Reykjavíkur taka gildi mun raforkukostnaður í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna eftir sem áður verða frá 28% (í Helsinki) til 203% (í Kaupmannahöfn) hærri en hjá íbúum á veitusvæði Orkuveitunnar, miðað við sömu raforkunotkun. Ef borinn er saman húshitunarkostnaður milli þessara sömu höfuðborga er munurinn enn meiri, Íslendingum í hag. Þessi lági orkukostnaður er hins vegar ekki sjálfgefinn. Stytting leyfilegs samningstíma um aðgang að orkuauðlindum þýðir að sjálfsögðu hærri arðsemiskröfu og því væntanlega hærra orkuverð til heimila, fyrirtækja og stofnana.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar