Myndbandaleigur kaupa jafn margar myndir og árið 1993 17. desember 2010 09:12 Sala mynddiska og myndbanda til myndbandaleiga á síðasta ári nam um 45.000 eintökum, eða um 24.000 færri eintökum en 2008 Mynd úr safni Yfir 1.000 titlar leigu- og sölumynda voru gefnir út hér á landi á síðasta ári á vegum stærstu útgefenda mynddiska og myndbanda. Þar af voru útgefnar 574 sölumyndir og 490 leigumyndir. Fjöldi útgefinna sölumynda jókst umtalsvert á árabilinu 1997-2004, en fjöldi útgefinna mynda hefur síðan að mestu staðið í stað. Frá 2004 og allt fram undir síðustu ár gætti umtalsverðs samdráttar í útgáfu leigumynda, er titlum fjölgaði lítillega á ný. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Langstærstur hluti leigu- og sölumynda sem gefnar eru út ár hvert eru bandarískar, eða yfir átta af hverjum tíu myndum. Á síðustu árum hefur uppruni útgefinna mynda smám saman orðið fjölbreyttari, einkum með auknum fjölda útgefinna evrópskra og ekki síst íslenskra mynda.Gríðarleg fækkun á leigðum myndum Sala mynddiska og myndbanda til myndbandaleiga á síðasta ári nam um 45.000 eintökum, eða um 24.000 færri eintökum en 2008. Á undanförnum árum hefur seldum eintökum til myndbandaleiga farið ört fækkandi. Fækkunin er um 58.000 eintök frá því best lét árið 2001, en þá seldust ríflega 103.000 eintök. Fjöldi seldra eintaka til myndaleiga á síðasta ári var álíka mikill og árið 1993. Fjöldi útleigðra myndbanda og diska á síðasta ári er áætlaður hátt í 1,8 milljón eintaka, að verðmæti um 880 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Frá 2001 hefur áætlaður fjöldi útleigðra mynddiska og myndbanda lækkað um 1,4 milljónir eintaka, eða úr 3,1 milljón leigðra eintaka. Miðað við áætlaða útleigu síðasta árs má gera ráð fyrir að hver einstaklingur hafi leigt sér mynd sex sinnum, eða helmingi sjaldnar en þegar mest lét árið 2001, er áætluð útleiga var 11 myndir á mann. Inni í tölum um útleigu er ekki leiga á myndum á vegum myndveita (Video-on-Demand) um síma og í sjónvarp.Sala myndbanda á uppleið Lengi vel var eitt helsta einkenni íslensks myndbanda- og mynddiskamarkaðar takmarkað gengi sölumynda í samanburði við leigumyndir. Þetta hefur breyst upp á síðkastið þar sem sala sölumynda hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þar til á síðasta ári er gætti lítillegs samdráttar í sölu mynda. Á síðasta ári nam sala sölumynda á vegum útgefenda ríflega 870.000 eintökum, eða um 38.000 færri en árið á undan, en þá seldust ríflega 900.000 eintök. Verðmæti seldra mynda á útgefendastigi á síðasta ári var 886 milljónir króna, sem jafngildir um 2,2 milljörðum króna í smásölu, að álögðum virðisaukaskatti. Árleg gagnasöfnun Hagstofunnar um útgáfu, dreifingu og sölu mynddiska og myndbanda tekur til helstu útgefenda og dreifenda. Tölur eru fengnar með góðfúslegu samþykki þeirra. Mat á fjölda útleigðra mynda er byggt á áætlun Myndmarks, samtökum rétthafa útgefenda leigumynda og myndaleiga, Screen Digest, sem og ýmsum öðrum tiltækum gögnum. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Yfir 1.000 titlar leigu- og sölumynda voru gefnir út hér á landi á síðasta ári á vegum stærstu útgefenda mynddiska og myndbanda. Þar af voru útgefnar 574 sölumyndir og 490 leigumyndir. Fjöldi útgefinna sölumynda jókst umtalsvert á árabilinu 1997-2004, en fjöldi útgefinna mynda hefur síðan að mestu staðið í stað. Frá 2004 og allt fram undir síðustu ár gætti umtalsverðs samdráttar í útgáfu leigumynda, er titlum fjölgaði lítillega á ný. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Langstærstur hluti leigu- og sölumynda sem gefnar eru út ár hvert eru bandarískar, eða yfir átta af hverjum tíu myndum. Á síðustu árum hefur uppruni útgefinna mynda smám saman orðið fjölbreyttari, einkum með auknum fjölda útgefinna evrópskra og ekki síst íslenskra mynda.Gríðarleg fækkun á leigðum myndum Sala mynddiska og myndbanda til myndbandaleiga á síðasta ári nam um 45.000 eintökum, eða um 24.000 færri eintökum en 2008. Á undanförnum árum hefur seldum eintökum til myndbandaleiga farið ört fækkandi. Fækkunin er um 58.000 eintök frá því best lét árið 2001, en þá seldust ríflega 103.000 eintök. Fjöldi seldra eintaka til myndaleiga á síðasta ári var álíka mikill og árið 1993. Fjöldi útleigðra myndbanda og diska á síðasta ári er áætlaður hátt í 1,8 milljón eintaka, að verðmæti um 880 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. Frá 2001 hefur áætlaður fjöldi útleigðra mynddiska og myndbanda lækkað um 1,4 milljónir eintaka, eða úr 3,1 milljón leigðra eintaka. Miðað við áætlaða útleigu síðasta árs má gera ráð fyrir að hver einstaklingur hafi leigt sér mynd sex sinnum, eða helmingi sjaldnar en þegar mest lét árið 2001, er áætluð útleiga var 11 myndir á mann. Inni í tölum um útleigu er ekki leiga á myndum á vegum myndveita (Video-on-Demand) um síma og í sjónvarp.Sala myndbanda á uppleið Lengi vel var eitt helsta einkenni íslensks myndbanda- og mynddiskamarkaðar takmarkað gengi sölumynda í samanburði við leigumyndir. Þetta hefur breyst upp á síðkastið þar sem sala sölumynda hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þar til á síðasta ári er gætti lítillegs samdráttar í sölu mynda. Á síðasta ári nam sala sölumynda á vegum útgefenda ríflega 870.000 eintökum, eða um 38.000 færri en árið á undan, en þá seldust ríflega 900.000 eintök. Verðmæti seldra mynda á útgefendastigi á síðasta ári var 886 milljónir króna, sem jafngildir um 2,2 milljörðum króna í smásölu, að álögðum virðisaukaskatti. Árleg gagnasöfnun Hagstofunnar um útgáfu, dreifingu og sölu mynddiska og myndbanda tekur til helstu útgefenda og dreifenda. Tölur eru fengnar með góðfúslegu samþykki þeirra. Mat á fjölda útleigðra mynda er byggt á áætlun Myndmarks, samtökum rétthafa útgefenda leigumynda og myndaleiga, Screen Digest, sem og ýmsum öðrum tiltækum gögnum.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira