Innlent

Meintir árásarmenn látnir lausir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mennirnir sex sem handteknir voru vegna líkamsárásar í Hafnarfirði í gær verða allir látnir lausir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir hafa verið í skýrslutökum í morgun og hafa svo verið látnir lausir hver á eftir öðrum. Mennirnir eru allir íslenskir.

Þá eru maður og kona í haldi lögreglunnar, grunað um árás á mann í Þingholtunum seinni partinn í gær. Karlmaðurinn hefur játað að bera ábyrgð á árásinni. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×