Lífið

Jackson-safn byggt í Gary

Safn tileinkað Jackson verður byggt í fæðingarbæ hans á næsta ári.
Safn tileinkað Jackson verður byggt í fæðingarbæ hans á næsta ári.
Safn sem verður tileinkað popparanum sáluga Michael Jackson verður byggt í fæðingarbæ hans Gary í Indiana-fylki á næsta ári. Bæjarstjórinn í Gary telur að safnið muni laða að sér um 750 þúsund gesti á hverju ári og tryggja bænum tugi milljarða í tekjur.

Jackson kíkti í heimsókn til bæjarins árið 2003 til að ræða byggingu safnsins. Undirbúningur fór þó ekki í gang af krafti fyrr en hann féll frá á síðasta ári. „Þetta er eitthvað sem fjölskyldan mín og Michael sjálfur vildu alltaf að yrði að veruleika. Við viljum gefa eitthvað til baka til bæjarins,“ sagði Joe, faðir Michaels.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.