Scorsese situr á toppnum 25. febrúar 2010 04:15 Scorsese hefur haft það fyrir sið að notast við sama leikarann í aðalhlutverki í kvikmyndum sínum. Harvey Keitel var fyrstur, svo kom Robert De Niro en samstarf hans og leikstjórans er með því besta sem hefur átt sér stað á hvíta tjaldinu. Leonardo DiCaprio er síðan nýjasti „lærlingur“ leikstjórans og er aldrei betri en þegar Scorsese situr í leikstjórastólnum. Martin Scorsese er einstakur leikstjóri. Afrek hans á hvíta tjaldinu verða eflaust seint leikin eftir þótt Óskarsakademían hafi ekki alltaf verið á sama máli. Nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, Shutter Island, verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum borgarinnar um þessa helgi. Hún skartar að sjálfsögðu Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkinu en myndin segir frá tveimur rannsóknarlögreglumönnum sem sendir eru á afskekkta eyju. Þar er starfrækt fangelsi fyrir geðsjúka glæpamenn en rannsóknarlögreglumennirnir eiga að rannsaka hvarf hættulegs morðkvendis. Auk DiCaprio eru þeir Mark Ruffalo og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Kvikmyndir Scorsese eru einstakar; notkun hans á tökuvélum, ljósum og tónlist er með því besta sem gerist í kvikmyndagerð og frásagnarlist hans er einstök. Óþarfi er að renna yfir feril leikstjórans í mögum orðum, hann má nálgast á imdb.com. Þar getur að líta nánast flekklaust líf á bak við tökuvélarnar með aðeins örfáum undantekningum á borð við Kundun og New York, New York. Líf Scorsese utan tökustaðarins hefur reyndar verið skrautlegt; hann hefur verið giftur fimm sinnum, meðal annars leikkonunni Isabellu Rosselini og framleiðandanum Barböru De Finu en þau tvö hafa unnið saman eftir að þau skildu. Scorsese er nú kvæntur Helen Morris og á með henni eitt barn. Scorsese hefur haft það fyrir sið að vinna kvikmyndir sínar með sama leikaranum í aðalhlutverki og hefur kallað þá „innblástur sinn“. Harvey Keitel var fyrstur til að hljóta slíka nafnbót, lék í fyrstu kvikmyndum leikstjórans, meðal annars Mean Streets, Alice Doesn‘t Live Here Anymore og síðar meir The Last Temptation. Robert De Niro tók síðan við keflinu; samstarf þeirra tveggja er með því besta sem hefur átt sér stað á hvíta tjaldinu. Akademían bandaríska hafði það hins vegar fyrir sið að sniðganga meistaraverk Scorsese og sennilega hafa mestu svik í sögu Óskarsins átt sér stað hinn 25. mars árið 1991 þegar Dansar við Úlfa eftir Kevin Costner var valinn fram yfir Goodfellas. Síðasta mynd De Niro og Scorsese var Casino en það yrðu einhver stærstu tíðindi kvikmyndasögunnar ef þessar tvær goðsagnir tækju þá ákvörðun að endurnýja samstarfið. En það voru ekkert síður óvænt tíðindi þegar Scorsese fékk Leonardo DiCaprio til að leika aðalhlutverkið í Gangs of New York. DiCaprio var þá óskabarn amerísku þjóðarinnar eftir að hafa leikið Jack Dawson í Titanic og malaði gull í miðasölu með misjöfnum myndum. DiCaprio sýndi hins vegar og sannaði að hann er meira en bara sykursætur strákur og leikarinn er aldrei betri en þegar Scorsese situr í leikstjórastólnum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
Martin Scorsese er einstakur leikstjóri. Afrek hans á hvíta tjaldinu verða eflaust seint leikin eftir þótt Óskarsakademían hafi ekki alltaf verið á sama máli. Nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, Shutter Island, verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum borgarinnar um þessa helgi. Hún skartar að sjálfsögðu Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkinu en myndin segir frá tveimur rannsóknarlögreglumönnum sem sendir eru á afskekkta eyju. Þar er starfrækt fangelsi fyrir geðsjúka glæpamenn en rannsóknarlögreglumennirnir eiga að rannsaka hvarf hættulegs morðkvendis. Auk DiCaprio eru þeir Mark Ruffalo og Ben Kingsley í helstu hlutverkum. Kvikmyndir Scorsese eru einstakar; notkun hans á tökuvélum, ljósum og tónlist er með því besta sem gerist í kvikmyndagerð og frásagnarlist hans er einstök. Óþarfi er að renna yfir feril leikstjórans í mögum orðum, hann má nálgast á imdb.com. Þar getur að líta nánast flekklaust líf á bak við tökuvélarnar með aðeins örfáum undantekningum á borð við Kundun og New York, New York. Líf Scorsese utan tökustaðarins hefur reyndar verið skrautlegt; hann hefur verið giftur fimm sinnum, meðal annars leikkonunni Isabellu Rosselini og framleiðandanum Barböru De Finu en þau tvö hafa unnið saman eftir að þau skildu. Scorsese er nú kvæntur Helen Morris og á með henni eitt barn. Scorsese hefur haft það fyrir sið að vinna kvikmyndir sínar með sama leikaranum í aðalhlutverki og hefur kallað þá „innblástur sinn“. Harvey Keitel var fyrstur til að hljóta slíka nafnbót, lék í fyrstu kvikmyndum leikstjórans, meðal annars Mean Streets, Alice Doesn‘t Live Here Anymore og síðar meir The Last Temptation. Robert De Niro tók síðan við keflinu; samstarf þeirra tveggja er með því besta sem hefur átt sér stað á hvíta tjaldinu. Akademían bandaríska hafði það hins vegar fyrir sið að sniðganga meistaraverk Scorsese og sennilega hafa mestu svik í sögu Óskarsins átt sér stað hinn 25. mars árið 1991 þegar Dansar við Úlfa eftir Kevin Costner var valinn fram yfir Goodfellas. Síðasta mynd De Niro og Scorsese var Casino en það yrðu einhver stærstu tíðindi kvikmyndasögunnar ef þessar tvær goðsagnir tækju þá ákvörðun að endurnýja samstarfið. En það voru ekkert síður óvænt tíðindi þegar Scorsese fékk Leonardo DiCaprio til að leika aðalhlutverkið í Gangs of New York. DiCaprio var þá óskabarn amerísku þjóðarinnar eftir að hafa leikið Jack Dawson í Titanic og malaði gull í miðasölu með misjöfnum myndum. DiCaprio sýndi hins vegar og sannaði að hann er meira en bara sykursætur strákur og leikarinn er aldrei betri en þegar Scorsese situr í leikstjórastólnum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Joe Cocker látinn Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira