Innlent

Býður sig fram í varaformanninn

„Ég hef fengið mikla hvatningu til þess að bjóða mig fram í embættið," segir Ólöf.
„Ég hef fengið mikla hvatningu til þess að bjóða mig fram í embættið," segir Ólöf.
Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kosið verður í á landsfundi flokksins í lok júní.

„Ég hef fengið mikla hvatningu til þess að bjóða mig fram í embættið," segir Ólöf en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varaformennsku 17. apríl.

Ólöf segir áhuga sinn á því að taka þátt í endurreisn samfélagsins hafa átt þátt í framboðinu. Ólöf hefur setið á þingi frá árinu 2007. - sbt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×