Innlent

Áhyggjur af efnahag vegna eldgossins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gosið í Eyjafjalljökli olli mörgum bændum á Suðurlandi verulegum vanda. Mynd/ Vilhelm.
Gosið í Eyjafjalljökli olli mörgum bændum á Suðurlandi verulegum vanda. Mynd/ Vilhelm.
Efnahagur margra hefur raskast og þrengst vegna afleiðinda gossins í Eyjafjallajökli. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra vegna eldgossins.

Fram kemur í skýrslunni að allmargir bændur í nágrenni við gosstöðvarnar hafa áhyggjur af þrengri stöðu og skertum möguleikum til að standa undir greiðslum lána og öðrum skuldbindingum. Þá er ljóst að tjón hefur orðið á vélum og búnaði sem hvorki fæst bætt af Bjargráðasjóði né Viðlagatryggingu.

Fólk hefur í sumum tilvikum orðið fyrir miklum aukaútgjöldum, til að mynda vegna aukins aksturs, skemmda á bílum, vinnutækjum og hitaveitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×