Lífið

Sean Penn fær styrk frá Bill Clinton

Sean Penn er ein þeirra stórstjarna sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar við að koma Haítí til hjálpar.
Sean Penn er ein þeirra stórstjarna sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar við að koma Haítí til hjálpar.
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og stofnun hans hafa ákveðið að styrkja góðgerðarsamtök bandaríska leikarans Sean Penn um 500 þúsund dala, sem samsvarar 55 milljónum íslenskra króna. Penn hefur verið ötull talsmaður mannúðarmála en það er Haítí sem á hug hans allan. Íbúar eyjarinnar í Karíbahafinu glíma við mikla erfiðleika eftir jarðskjálfta sem reið yfir í janúar á þessu ári. Stórstjörnur hafa reynt að leggja sitt af mörkum til að koma þeim til hjálpar en Sean Penn hefur staðið þar í fremstu víglínu.

Penn hefur sjálfur dvalist langdvölum á eyjunni og aðstoðað við hjálparstarfið sjálfur. Það vakti hins vegar mestu athyglina þegar hann gagnrýndi forsetaframboð rapparans Wyclef Jean harðlega og sagði hann hafa látið sig hverfa þegar ástandið var sem verst. Jean svaraði fyrir sig á tónleikum í New York og sagði að það væri ekkert skrýtið að Penn hefði ekki orðið var við sig á Haítí, hann hefði verið of upptekinn við kókaínneyslu.

Í yfirlýsingu frá hjálpar­stofnun Penns kemur fram að umræddur styrkur sé ómetan­legur og hann hjálpi starfsmönnunum að halda áfram uppbyggingar­starfinu. Clinton hefur þegar styrkt starf Penns með ráðgjafarþjónustu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.