Amast við táningi í húsi 50 ára og eldri 13. nóvember 2010 05:00 Skipalón 16-20 Fjölbýlishús ætlað fyrir fimmtíu ára og eldri. Maður einn keypti íbúð í húsinu og í henni býr barnsmóðir hans og sautján ára sonur þeirra. Fréttablaðið/Daníel Sautján ára piltur sem býr í Skipalóni í Hafnarfirði þarf að flytja út af heimili sínu þar sem blokkin sem hann býr í er eingöngu ætluð fyrir fimmtíu ára og eldri. Faðir piltsins keypti íbúðina í apríl á þessu ári af Íslandsbanka sem eignast hafði fjölda óseldra íbúða í húsinu skömmu áður. Hann leigði sautján ára syni sínum íbúðina. Pilturinn flutti síðan inn ásamt 51 árs móður sinni. Aðrir íbúar hússins hafa ekki sætt sig við veru piltsins í blokkinni og óskaði húsfélagið strax eftir því við föður hans að hann sæi til þess að drengurinn flytti út. Faðirinn vildi ekki verða við því og fór málið þá fyrir Kærunefnd húsamála. Fyrir kærunefndinni vísaði húsfélagið til þess að kvöð væri á húseigninni um að þar mættu aðeins þeir búa sem væru fimmtíu ára og eldri. Faðirinn sagði að í kvöðum á eigninni væri talað um að húsið væri „sérstaklega ætlað“ fimmtíu ára og eldri en að þess væri hvergi getið að íbúarnir „skuli“ vera eldri en fimmtíu ára. Hann vísaði einnig til ákvæðis í stjórnarskrá um friðhelgi eignarréttarins. Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að leigja eða lána íbúðir í húsinu til einstaklinga sem séu yngri en fimmtíu ára. Kvöðin um aldursmörkin hafi legið skýrt fyrir. „Tilgangur kvaða sem þessara er að tryggja sérstaklega næði og ákveðið sambýlismunstur og í því skyni undirgangast kaupendur skerðingu á afnota- og ráðstöfunarrétti sínum,“ segir kærunefndin. Álit kærunefndarinnar er ekki bindandi fyrir aðila málsins. Guðmundur Þór Bjarnason, lögmaður húsfélagsins, segir húsfélagið nú eiga þann möguleika að vísa í ákvæði fjöleignarhúsalaga. „Þar eru ákvæði um úrræði húsfélagsins við brotum umráðamanna eða eigenda. Þetta gæti hugsanlega flokkast undir slíkt brot og þá væri hægt að beita þeim ákvæðum. En síðan eru það einfaldlega almennir dómstólar,“ útskýrir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stefnir þó ekki í að deilan gangi lengra. Innan seilingar mun vera sátt sem gengur út á að mæðginin flytji úr íbúðinni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem upp hefur komið. gar@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Sautján ára piltur sem býr í Skipalóni í Hafnarfirði þarf að flytja út af heimili sínu þar sem blokkin sem hann býr í er eingöngu ætluð fyrir fimmtíu ára og eldri. Faðir piltsins keypti íbúðina í apríl á þessu ári af Íslandsbanka sem eignast hafði fjölda óseldra íbúða í húsinu skömmu áður. Hann leigði sautján ára syni sínum íbúðina. Pilturinn flutti síðan inn ásamt 51 árs móður sinni. Aðrir íbúar hússins hafa ekki sætt sig við veru piltsins í blokkinni og óskaði húsfélagið strax eftir því við föður hans að hann sæi til þess að drengurinn flytti út. Faðirinn vildi ekki verða við því og fór málið þá fyrir Kærunefnd húsamála. Fyrir kærunefndinni vísaði húsfélagið til þess að kvöð væri á húseigninni um að þar mættu aðeins þeir búa sem væru fimmtíu ára og eldri. Faðirinn sagði að í kvöðum á eigninni væri talað um að húsið væri „sérstaklega ætlað“ fimmtíu ára og eldri en að þess væri hvergi getið að íbúarnir „skuli“ vera eldri en fimmtíu ára. Hann vísaði einnig til ákvæðis í stjórnarskrá um friðhelgi eignarréttarins. Kærunefndin kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að leigja eða lána íbúðir í húsinu til einstaklinga sem séu yngri en fimmtíu ára. Kvöðin um aldursmörkin hafi legið skýrt fyrir. „Tilgangur kvaða sem þessara er að tryggja sérstaklega næði og ákveðið sambýlismunstur og í því skyni undirgangast kaupendur skerðingu á afnota- og ráðstöfunarrétti sínum,“ segir kærunefndin. Álit kærunefndarinnar er ekki bindandi fyrir aðila málsins. Guðmundur Þór Bjarnason, lögmaður húsfélagsins, segir húsfélagið nú eiga þann möguleika að vísa í ákvæði fjöleignarhúsalaga. „Þar eru ákvæði um úrræði húsfélagsins við brotum umráðamanna eða eigenda. Þetta gæti hugsanlega flokkast undir slíkt brot og þá væri hægt að beita þeim ákvæðum. En síðan eru það einfaldlega almennir dómstólar,“ útskýrir Guðmundur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins stefnir þó ekki í að deilan gangi lengra. Innan seilingar mun vera sátt sem gengur út á að mæðginin flytji úr íbúðinni. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem upp hefur komið. gar@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira