Lífið

Þráir fullkominn félaga

Sandra Bullock. MYND/Cover Media
Sandra Bullock. MYND/Cover Media

Leikkonan Sandra Bullock, 46 ára, er tilbúin að hitta menn en þá vill hún gera það fjarri fjölmiðlum.

Stuttu eftir að Sandra fékk óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki komst heimurinn og hún að því að eiginmaður hennar, Jesse James, hélt fram hjá henni.

Sandra skildi við kauða og ættleiddi dreng, Louis, frá new Orleans á sama tíma. Síðan þá hefur Sandra einbeitt sér að móðurhlutverkinu en segir sagan að Sandra er loksins tilbúin að hitta menn á ný. Hún þráir að finna fullkominn félaga en þó án þess að fjölmiðlar verði hluti af sambandinu.

„Louis er átta mánaða gamall og Sandra nýtur þess að sinna honum en nú er kominn tími til að verða ástfangin að hennar mati," er haft eftir nánum vini Söndru sem sagði jafnframt að Sandra lætur oftar til leiðast að kíkja á næturlífið í fylgd vina í Hollywood þar sem hún skoðar úrvalið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.