Innlent

„Það er kominn tími á eitthvað nýtt í pólitíkinni“

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson.

„Það er kominn tími á eitthvað nýtt í pólitíkinni," sagði Dagur B. Eggertsson, oddiviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, á félagsfundi sem haldinn var í kvöld. Þar ræddi hann niðurstöður kosninganna og sagði að þær væru skellur fyrir flokkinn. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Margir voru á fundinum sem fór fram á Hallveigarstíg klukkan hálf níu í kvöld. Dagur sagði að hans tilfinning sé sú að borgarbúar séu spenntir yfir samstarfi Samfylkingarinnar og Besta flokksins.

Hann sagði einnig að verkefnin í borginni séu nú efst á baugi en fjárhagsstaðan sé þröng. Þó eru ýmsar hugmyndir í gangi og horfa eigi til framtíðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×