Innlent

Nýstárleg leið til að fá karla á fund

Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo tók upp símann og bauð forstjóra Innes á fundinn með sér.
Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo tók upp símann og bauð forstjóra Innes á fundinn með sér.
Fundur Ódýrara er fyrir karl og konu að mæta saman á morgunverðarfundinn Fjölbreytni í forystu en fyrir einstakling að skrá sig til leiks. Á fundinum verður greint frá leiðum sem viðskiptalífið hyggst fara til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins auk þess sem nýjar tölur Creditinfo um kynjahlutföll í atvinnulífinu verða birtar.

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmda­stjóri Creditinfo, segir reynsluna sýna að konur mæti vel á fundi sem þessa en ekki karlar. Því hafi verið farin þessi leið og konur hvattar til að bjóða körlum með sér á fundinn. „Við vildum gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi," segir Rakel sem sjálf hafði tekið upp símann og boðið Haraldi Jónssyni, forstjóra Innnes, með sér á fundinn.

Fundurinn verður haldinn í fyrramálið og hefst klukkan átta á Hótel Nordica. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×