Innlent

Bræður á sextugsaldri dæmdir til þess að greiða tæplega 130 milljónir

Bræður á sextugsaldri voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir skattalagabrot en sá eldri er dæmdur til þess að greiða 120 milljónir í sekt. Þá er sá eldri einnig dæmdur í 14 mánaða fangelsi en afplánun refsingar fellur niður haldi hann almennt skilorð í 2 ár.

Sá yngri er dæmdur til þess að greiða rúmar sjö milljónir fyrir brot sín en hann var titlaður framkvæmdarstjóri og prókúruhafi eins félagsins sem upprunalega var ætlað fyrir fasteignaviðskipti. Tilgangi félagsins var síðar breytt og kom bróðirinn ekki að viðskiptum því tengdu eftir það að eigin sögn.

Hann hlaut því 4 mánaða fangelsisdóm og fellur afplánun refsingar niður haldi hann almennt skilorð í tvö ár.

Einkahlutafélögin sem mennirnir eru dæmdir fyrir heita Hofakur, Skammhlaup og BKR.

Greiði mennirnir ekki sektir sínar innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins má sá eldri búast við 6 mánaða fangelsi og sá yngri 60 daga fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×