Lífið

Jón Gnarr fyrirsæta á tískusýningu á Austurvelli í kvöld

Jón Gnarr ætlar að gefa sér tíma frá meirihlutaviðræðum og sýna gömul föt til styrktar Hjálpræðishernum.
Jón Gnarr ætlar að gefa sér tíma frá meirihlutaviðræðum og sýna gömul föt til styrktar Hjálpræðishernum.
Jón Gnarr verður meðal fyrirsæta á sérstakri tískusýningu sem haldin verður á Austurvelli í kvöld klukkan sex. Tilgangur sýningarinnar er að safna fé til styrktar Dagsetri - athvarfi fyrir heimilislausa en einnig til að vekja athygli á nytja-og fatamarkaði Hjálpræðishersins. Til Dagseturs leita í kringum tuttugu manns á hverjum degi en þar geta einstaklingar meðal annars fengið að borða, farið í bað, þvegið fötin sín og rætt við ráðgjafa.

Jón verður ekki eina þjóðþekkta persónan sem leggur þessu málefni lið því meðal annarra má nefna Pál Óskar, Ilmi Kristjánsdóttur, Haffa Haff og Birgittu Haukdal. Kynnir verður Björgvin Franz en það er Dj Dirt Machine sem sér um tónana og Kristmundur Kristmundsson, sem vakið hefur sérstaka athygli fyrir sigurlag söngvakeppni framhaldsskólanna, þenur raddböndin.

Þeir sem hrífast alveg sérstaklega af flíkunum sem fyrirsæturnar klæðast geta nálgast þær á risafatamarkaði sem verður opnaður í herkastala Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 en hann verður opinn fram til klukkan tíu um kvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.