Innlent

Sendinefnd AGS komin til landsins

Sendifulltrúar AGS, þeir Franek Rozwadowski og Mark Flanagan.
Sendifulltrúar AGS, þeir Franek Rozwadowski og Mark Flanagan.
Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komu til landsins í dag og verða hér til 28. júní til þess að eiga í viðræðum við íslensk stjórnvöld um ýmis atriði er varða efnahagsáætlun Íslands. Heimsóknin er liður í undirbúningi að þriðju endurskoðun áætlunarinnar. Franek Rozwadowski sendfulltrúi AGS hér á landi segir í tilkynningu að fulltrúarnir muni ræða niðurstöður sínar við fjölmiðla að úttektinni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×