Innlent

Búist við tugþúsundum í kirkju

Þjóðkirkjan býst við að tugþúsundir Íslendinga sæki jólamessur yfir hátíðarnar. Að sögn kirkjunnar felst boðskapur jólanna í voninni.

Alls verða haldnar á milli sex og sjöhundruð helgistundir hjá þjóðkirkjunni um allt land yfir jólahátíðina og áramótin þetta árið.

Auk hefðbundinna messa annast prestar helgihald á sjúkrahúsum, í fangelsum og á dvalar- og hjúkrunarheimilum um land allt, sérstaka jólamessu fyrir heyrnarskerta, auk helgihalds í útvarpi og sjónvarpi. Alls býst þjóðkirkjan við að tugþúsundir manna sæki helgihald hjá kristnum söfnuðum yfir jólin.

Steinunn A. Björnsdóttir er verkefnastjóri á biskupsstofu og segir hún að kirkjan hafi lagt áherslu á vonina sem boðskap jólanna þetta árið. Það skipti máli nú sem aldrei fyrr að halda í gefast ekki upp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×